Vogunarsjóðirnir brutu ekki lögin Ingimar Karl Helgason skrifar 21. janúar 2009 07:00 Á ársfundi Seðlabankans í fyrra Í kjölfar vangaveltna um mögulega aðför að fjármálakerfi landsins hóf Fjármálaeftirlitið á því rannsókn með aðstoð erlends eftirlitsaðila. MYND/Fréttablaðið/Anton Fjármálaeftirlitið varð ekki vart við að lög hefðu verið brotin, í rannsókn sinni á því hvort neikvæðum orðrómi hefði verið dreift um íslenskt fjármálakerfi og íslensku bankanna, í fyrravor. Í svari eftirlitsins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að í rannsókninni aflaði erlendur eftirlitsaðili upplýsinga um öll skuldabréfa- og skuldatryggingaviðskipti á ákveðnu tímabili, hjá nokkrum þeim stærstu bönkum sem viðkomandi hefur eftirlit með. Fjármálaeftirlitið nefnir hvorki eftirlitsaðilann né bankana. Fram kom í rannsókninni að sögn Fjármálaeftirlitsins að fjöldi sjóða hefði átt viðskipti með skuldabréf og tryggingar í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka. Fjármálaeftirlitið segir að þessu hafi verið fylgt eftir og óskaði nánari upplýsinga um viðskipti þeirra sjóða sem bent var á á fyrstu mánuðum síðasta árs. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í fyrra, eftir að skuldatryggingaálag á íslenska ríkið, sem þá var skuldlaust, hækkaði skarpt, að það lyktaði óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Fram kom á opinberum vettvangi um þær mundir að líklega kæmi fátt af viti, eins og það var orðað, út úr athugun Fjármálaeftirlitsins á þessu. Hins vegar kynni hún að vera gagnleg þar sem það sendi þeim sem kynnu að hagnast á íslenskum óförum þau skilaboð að fylgst væri með. Íslensk stjórnvöld hafa aldrei nefnt hina rannsökuðu sjóði. Financial Times nefndi snemma í fyrra sjóðina DA Capital Europe, King Street, Merrill Lynch GSRG og Sandelman Partners. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, nefndi svo í viðtali við Markaðinn í apríl fjóra sjóði aðra, Trafalgar, Ako Capital, Cheney og Landsdowne. Markaðir Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Fjármálaeftirlitið varð ekki vart við að lög hefðu verið brotin, í rannsókn sinni á því hvort neikvæðum orðrómi hefði verið dreift um íslenskt fjármálakerfi og íslensku bankanna, í fyrravor. Í svari eftirlitsins við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að í rannsókninni aflaði erlendur eftirlitsaðili upplýsinga um öll skuldabréfa- og skuldatryggingaviðskipti á ákveðnu tímabili, hjá nokkrum þeim stærstu bönkum sem viðkomandi hefur eftirlit með. Fjármálaeftirlitið nefnir hvorki eftirlitsaðilann né bankana. Fram kom í rannsókninni að sögn Fjármálaeftirlitsins að fjöldi sjóða hefði átt viðskipti með skuldabréf og tryggingar í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka. Fjármálaeftirlitið segir að þessu hafi verið fylgt eftir og óskaði nánari upplýsinga um viðskipti þeirra sjóða sem bent var á á fyrstu mánuðum síðasta árs. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í fyrra, eftir að skuldatryggingaálag á íslenska ríkið, sem þá var skuldlaust, hækkaði skarpt, að það lyktaði óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Fram kom á opinberum vettvangi um þær mundir að líklega kæmi fátt af viti, eins og það var orðað, út úr athugun Fjármálaeftirlitsins á þessu. Hins vegar kynni hún að vera gagnleg þar sem það sendi þeim sem kynnu að hagnast á íslenskum óförum þau skilaboð að fylgst væri með. Íslensk stjórnvöld hafa aldrei nefnt hina rannsökuðu sjóði. Financial Times nefndi snemma í fyrra sjóðina DA Capital Europe, King Street, Merrill Lynch GSRG og Sandelman Partners. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, nefndi svo í viðtali við Markaðinn í apríl fjóra sjóði aðra, Trafalgar, Ako Capital, Cheney og Landsdowne.
Markaðir Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira