Innlent

Styttist í nýja ríkisstjórn

Frá einum af fjölmörgum viðræðufundum stjórnarflokkanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Frá einum af fjölmörgum viðræðufundum stjórnarflokkanna um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Mynd/Anton Brink
Vinnu við gerð stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna heldur áfram í dag og funduðu forystumenn flokkanna í stjórnarráðinu í morgun. „Við sitjum núna og förum yfir drög að stjórnarsáttmálanum," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, í samtali við fréttastofu.

„Við erum ekki búin að tímasetja atburði en það fer að nálgast að við gerum það," sagði Steingrímur aðspurður hvort að ný ríkisstjórn verði mynduð næstkomandi laugardag.

Líkt og fréttastofa greindi frá í gær hefur Samfylkingin tekið NASA við Austurvöll á leigu á laugardaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður stjórnarsáttmáli og ráðherralisti Samfylkingarinnar borin undir flokksstjórn flokksins.

Veigamiklar ákvarðanir líkt og ríkisstjórnarþátttöku Vinstri grænna tekur þingflokkurinn í samráði við flokksráð. Steingrímur á von á því að flokksráðið verði kallað saman fljótlega.


Tengdar fréttir

Ný ríkisstjórn borin undir atkvæði á laugardaginn

Samfylkingin hefur tekið Nasa á leigu á laugardaginn klukkan tvö um daginn. Samkvæmt heimildum Vísis þá mun flokkstjórn Samfylkingarinnar verða kallað saman þá til þess að samþykkja ráðherra lista og stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×