Viðskipti erlent

Straumur orðinn stór hluthafi í Nordicom

Straumur er orðinn stór hltuhafi í danska fasteignafélaginu Nordicom. Um var að ræða veðkall bankans á 9,23% hlut nú fyrir helgina.

Í frétt um málið á business.dk segir að Straumur vilji ekki gefa upp hvaðan hluturinn er kominn. Vefsíðan bendir hinsvegar á að fyrir hafi Stoðir átt 11,7% í Nordicom og þaðan sé hlutur Straums að öllum líkindum kominn.

Business.dk segir að yfirtaka Straums á fyrrgreindum hlut sé tilkomin vegna þess að ekki hafi verið greitt af láni til bankans sem veitt var til kaupa á hlutnum.

Nordicom er í hópi stærri fasteignafélaga í Danmörku með um 60 starfsmenn. Auk Danmerkur er félagið með eignaumsýslu í Svíþjóð og Þýskalandi.

Samkvæmt heimasíðu Nordicom var tap af rekstri þess á síðasta ári upp á tæpar 205 milljónir danskra kr. eða um 5 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×