Lífið

Grínkóngurinn Dóri DNA þjálfar ræðulið MH

Skólalíf skrifar
Rapparinn, háðfuglinn og ræðuliðsþjálfarinn Dóri DNA.
Rapparinn, háðfuglinn og ræðuliðsþjálfarinn Dóri DNA.
„Þetta leggst bara ferlega vel í mig, við erum að móta liðið núna og komum sterk inn,“ segir gúmmelaðibóndinn Dóri DNA, en hann verður þjálfari MORFÍS liðs Menntaskólans við Hamrahlíð á komandi tímabili. Sjálfur var hann meðmælandi liðsins fyrir um fimm árum og keppti til úrslita árið 2004.

Dóri sá einnig um þjálfun liðsins í fyrra ásamt blaðamanninum Halldóri Armand, en þá féll skólinn úr leik gegn Verzló í eftirminnilegri ræðukeppni um „Nýja Ísland.“ Hann segir liðið koma tvíeflt til leiks nú. Hann segir ljóst að einhver endurnýjun verði í liðinu, þar eð einhverjir liðsmenn séu útskrifaðir

Dóri er hluti af grínflokknum Mið-Ísland, sem hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilegt uppistand það sem af er árs, en nokkrir úr flokknum eiga rætur í ræðumennskunni. Þeirra á meðal er MR-ingurinn Jóhann Alfreð Kristinsson, sem nú þjálfar lið Verzló annað árið í röð.

Aðspurður hvort fleiri úr Mið-Íslandi muni formlega koma að þjálfun liðsins segir Dóri svo ekki vera, en bendir þó á að strákarnir verði sér auðvitað innan handar ef með þarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.