Innlent

Tæplega fjögur hundruð handtökuskipanir á Selfossi

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi ætlar í vikunni að gefa út handtökuskipun á þrjúhundruð og sjötíu einstaklinga í Árnessýslu, sem ekki hafa skilað sér í fjárnám hjá embættinu á Selfossi. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld. Fólkið verður handtekið á heimilum sínum eða vinnustöðum og það fært fyrir sýslumann eða fulltrúa hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×