ESB eykur efnahagslegt öryggi Baldur Þórhallsson skrifar 7. júlí 2009 03:00 Veigamesta verkefni ráðamanna er að tryggja öryggi borgaranna. Íslenskir ráðamenn hafa náð að tryggja borgaralegt og hernaðarlegt öryggi með aðild að NATO og Schengen og tvíhliða öryggis- og varnarsamningum við nágrannaríki. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar brugðist skyldum sínum að tryggja efnahagslegt öryggi. Þetta sinnuleysi hefur leikið íslensk heimili og fyrirtæki grátt. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir borgara smærri ríkja að hafa tryggt efnahagslegt og pólitískt öryggi. Tryggt skjól hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum síaukinnar alþjóðavæðingar sem stýrist að stórum hluta af flæði fjármagns. Ráðamenn nær allra Evrópuríkja hafa leitað í efnahagslegt skjól ESB. Þannig hefur þeim tekist að auka hið dagsdaglega öryggi heimila og fyrirtækja sem og draga úr þeim áföllum sem þau verða fyrir vegna heimskreppna sem reglulega dynja yfir. ESB veitir margs háttar efnahagslegt öryggi. Evran veitir veigamikla tryggingu gegn óstöðugum gjaldmiðli lítils myntsvæðis. Sameiginlegur markaður og mynt eykur samkeppni og dregur verulega úr viðskiptakostnaði. Það kemur sér sérstaklega vel fyrir lítil samfélög þar sem erfitt er að koma á virkri samkeppni. Efnahagslegt öryggi ESB felur þannig í sér í lægra matvælaverð, lægra vöruverð almennt, lægri vexti og fjölgun atvinnutækifæra á stærri vinnumarkaði. ESB tryggir einnig íbúum lítilla sveitarfélaga og dreifðra byggða efnahagslegt öryggi og bændum stöðugan kaupmátt. Auk þess er auðveldara og ódýrara að ferðast milli svæða og landa vegna uppbyggingu samgangna og samkeppnisreglna sem tryggja til dæmis samkeppni í flugrekstri. Innan ESB gefst ungu fólki tækifæri til þess að brjótast til mennta með jöfnum aðgangi að öllum menntastofnunum sambandsins og aðgengi að öflugum styrktarsjóðum svo fátt eitt sé nefnt. Það er skylda ráðamanna að kanna allar færar leiðir til að tryggja efnahagslegt öryggi landsmanna. Þingmönnum gefst þessa dagana færi á því að kanna ítarlega það efnahagslega öryggi sem ESB hefur upp á að bjóða með því að samþykkja aðildarumsókn að sambandinu. Efnahagslegt öryggi er forsenda lífvænlegs samfélags. Nú reynir á að þingheimur móti heildstæða framtíðarstefnu og hætti smáskammtalækningum. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Veigamesta verkefni ráðamanna er að tryggja öryggi borgaranna. Íslenskir ráðamenn hafa náð að tryggja borgaralegt og hernaðarlegt öryggi með aðild að NATO og Schengen og tvíhliða öryggis- og varnarsamningum við nágrannaríki. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar brugðist skyldum sínum að tryggja efnahagslegt öryggi. Þetta sinnuleysi hefur leikið íslensk heimili og fyrirtæki grátt. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir borgara smærri ríkja að hafa tryggt efnahagslegt og pólitískt öryggi. Tryggt skjól hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum síaukinnar alþjóðavæðingar sem stýrist að stórum hluta af flæði fjármagns. Ráðamenn nær allra Evrópuríkja hafa leitað í efnahagslegt skjól ESB. Þannig hefur þeim tekist að auka hið dagsdaglega öryggi heimila og fyrirtækja sem og draga úr þeim áföllum sem þau verða fyrir vegna heimskreppna sem reglulega dynja yfir. ESB veitir margs háttar efnahagslegt öryggi. Evran veitir veigamikla tryggingu gegn óstöðugum gjaldmiðli lítils myntsvæðis. Sameiginlegur markaður og mynt eykur samkeppni og dregur verulega úr viðskiptakostnaði. Það kemur sér sérstaklega vel fyrir lítil samfélög þar sem erfitt er að koma á virkri samkeppni. Efnahagslegt öryggi ESB felur þannig í sér í lægra matvælaverð, lægra vöruverð almennt, lægri vexti og fjölgun atvinnutækifæra á stærri vinnumarkaði. ESB tryggir einnig íbúum lítilla sveitarfélaga og dreifðra byggða efnahagslegt öryggi og bændum stöðugan kaupmátt. Auk þess er auðveldara og ódýrara að ferðast milli svæða og landa vegna uppbyggingu samgangna og samkeppnisreglna sem tryggja til dæmis samkeppni í flugrekstri. Innan ESB gefst ungu fólki tækifæri til þess að brjótast til mennta með jöfnum aðgangi að öllum menntastofnunum sambandsins og aðgengi að öflugum styrktarsjóðum svo fátt eitt sé nefnt. Það er skylda ráðamanna að kanna allar færar leiðir til að tryggja efnahagslegt öryggi landsmanna. Þingmönnum gefst þessa dagana færi á því að kanna ítarlega það efnahagslega öryggi sem ESB hefur upp á að bjóða með því að samþykkja aðildarumsókn að sambandinu. Efnahagslegt öryggi er forsenda lífvænlegs samfélags. Nú reynir á að þingheimur móti heildstæða framtíðarstefnu og hætti smáskammtalækningum. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun