Lífið

Annir í Hvanndal

Brjálað að gera hjá Hvanndalsbræðrum.
Brjálað að gera hjá Hvanndalsbræðrum.
Hljómsveitin Hvanndalsbræður tekur nú starf sitt með miklum alvörubrag ólíkt því sem áður tíðkaðist. Hljómsveitin hefur líka aldrei verið jafn vinsæl.

Hún hefur átt tvo stórsmelli á árinu sem heyrast á öllu útvarpsstöðvum landsins og í spinningtímum. Sveitin vinnur nú að efni á sjöttu plötuna sem koma mun út í vor og verður frábrugðin fyrri plötum. Eins og áður hefur komið fram verður bandið með í undankeppni Eurovision og það gefur út sína útgáfu af jólasálminum „Í Betlehem er barn oss fætt“ á næstu dögum.

Þá verður ráðist í að semja titillag leikverksins 39 þrep eftir Alfred Hitchcock, sem Leikfélag Akureyrar sýnir eftir áramót.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.