Fótbolti

Albanskur olíufursti orðaður við yfirtöku á AC Milan

Ómar Þorgeirsson skrifar
Silvio Berlusconi afhendir Massimo Ambrosini bikar.
Silvio Berlusconi afhendir Massimo Ambrosini bikar. Nordic photos/AFP

Albanski kaupsýslumaðurinn og olíufurstinn Rezart Taci hefur látið hafa eftir sér að hann hafi átt fund með Silvio Berlusconi eiganda AC Milan um möguleg kaup á ítalska liðinu.

Berlusconi hefur hins vegar þverneitað því að hann sé að fara selja sinn hlut í félaginu. Taci er þó ekki búinn að gefa upp von um að hann nái að snúa huga forsætisráðherrans ítalska.

„Ég hef talað við Berlusconi en hann kveðst ekki vilja selja. Ég er þó sannfærður að ég geti með tíð og tíma breytt skoðun hans," segir Taci í viðtali við Guerin Sportivo. Taci þessi var nálægt því að ganga frá yfirtöku á Bologna snemma á þessu ári en dró sig út úr því dæmi á síðustu stundu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×