Schumacher hjálpar Ferrari á Spáni 5. mars 2009 09:39 Michael Schumacher í góðum gír á Jerez brautinni á Spáni og með réttu græjurnar. Mynd: Getty Images Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher hefur verið á æfingum á Jerez brautinni á Spáni, þar sem Formúlu 1 lið æfa af kappi. Schumacher er enn með nokkurn hálsríg eftir að hafa fallið af mótorhjóli á dögunum. Hann hefur fiktað við að keppa í kappakstri á mótorhjólum. Schumacher hefur mikið tæknilegt innsæi varðandi uppsetningu keppnisbíla og styður við bakið á Kimi Raikkönen og Felipe Massa við framþróun Ferari bílsins. Ferrari æfði á dögunum í Bahrain, en Jerez á Spáni og svo Barcelona í næstu viku er síðasti vettvangur til æfinga fyrir fyrsta mót. Það verður í Ástralíu síðustu helgina í mars og sýnt beint á Stöð 2 Sport. Verið er að vinna að sérstökum upphitunarþætti um Formúlu 1 sem verður sýndur 18. mars. Fulltrúi Stöð 2 Sport og Bylgjunnar verður á lokaæfingum keppnisliða og fluttar verða fréttir af gangi mála á visi.is í næstu viku. Verður fjallað um æfingadaganna í þætti Rúnars Róbertssonar á Bylgjunni eftir hádegi á meðan æfingum stendur. Sjá æfingatíma á Jerez Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 kóngurinn Michael Schumacher hefur verið á æfingum á Jerez brautinni á Spáni, þar sem Formúlu 1 lið æfa af kappi. Schumacher er enn með nokkurn hálsríg eftir að hafa fallið af mótorhjóli á dögunum. Hann hefur fiktað við að keppa í kappakstri á mótorhjólum. Schumacher hefur mikið tæknilegt innsæi varðandi uppsetningu keppnisbíla og styður við bakið á Kimi Raikkönen og Felipe Massa við framþróun Ferari bílsins. Ferrari æfði á dögunum í Bahrain, en Jerez á Spáni og svo Barcelona í næstu viku er síðasti vettvangur til æfinga fyrir fyrsta mót. Það verður í Ástralíu síðustu helgina í mars og sýnt beint á Stöð 2 Sport. Verið er að vinna að sérstökum upphitunarþætti um Formúlu 1 sem verður sýndur 18. mars. Fulltrúi Stöð 2 Sport og Bylgjunnar verður á lokaæfingum keppnisliða og fluttar verða fréttir af gangi mála á visi.is í næstu viku. Verður fjallað um æfingadaganna í þætti Rúnars Róbertssonar á Bylgjunni eftir hádegi á meðan æfingum stendur. Sjá æfingatíma á Jerez
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira