Lífið

Ný mynd um Lennon

Úr nowhere boy. John Lennon eins og hann lítur út í myndinni.
Úr nowhere boy. John Lennon eins og hann lítur út í myndinni.

Sagan um Bítlana og leið sveitarinnar til heimsfrægðar hefur nú þegar verið umfjöllunarefni nokkurra kvikmynda. Ein bætist við bráðlega. Hún heitir Nowhere Boy og er byggð á bók Júlíu Baird, hálfsystur Lennons, Imagine this: growing up with my brother John Lennon.

Myndin fjallar um unglingsárin í Liverpool, samband Johns við foreldra sína og Paul McCartney og fyrstu sporin í músikinni með fyrirrennara Bítlanna, The Quarrymen. John Lennon leikur hinn óþekkti Aaron Johnson, sem er ekkert sérlega líkur Lennon í útliti, en leikstjóri myndarinnar er Sam Taylor-Wood. Þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.