Lífið

Hugleikur þreytir frumraun sína í uppistandi

Hugleikur Dagsson.
Hugleikur Dagsson.

Skopteiknarinn og leikskáldið Hugleikur Dagsson mun koma fram á uppistandskvöldi á Batterínu (Gamla Organ) í kvöld, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem Hugleikur gerir slíkt. Hann mun þar koma í stað Árna Vilhjálmssonar sem er hluti af grínhópnum Mið-Ísland, en Árni verður fjarri góðu gamni í kvöld. Hugleikur var fámáll þegar Vísir náði af honum tali.

„Ég man ekki hvað gerðist. Allt í einu vaknaði ég og ákvað bara að gera þetta," segir Hugleikur aðspurður hversvegna hann ákvað að taka þátt í uppistandinu.

Þeir Bergur Ebbi, Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð og Dóri DNA munu koma fram ásamt Hugleiki. Sjónvarpsmaðurinn af landsbyggðinni Helgi Seljan mun síðan sjá um að kynna herlegheitin.

„Ég er eiginlega ekki viðræðuhæfur akkurat núna, vegna þess að það er stand-up í kvöld," segir Hugleikur og viðurkennir að undir niðri kraumi vottur af smá stressi.

Hann segist ekkert hafa ákveðið hvað hann ætli að segja í kvöld og hefur ekki hugmynd um hvort hann sé eitthvað góður.

„Þeir eru samt allir mjög góðir."

Grínið hefst stundvíslega klukkan 21:30 á Batterínu. Það er frítt inn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.