Lífið

M-ið verður urðað

McDonalds skyndibitastaður
McDonalds skyndibitastaður

„Ég hafði ekki leyfi til að láta neinn fá merkingarnar. Ég urða þær seinna,“ segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. sem rekur McDonald‘s á Íslandi.

Síðustu McDonald‘s-hamborgararnir á Íslandi verða seldir í kvöld. Á morgun verður svo hafist handa við að rífa niður rauðu og gulu merkingarnar og örlög þeirra verða táknræn. Enginn hefur falast eftir merkingunum, enda má Jón ekki afhenda þær neinum og þær enda því á haugunum.

Engar innréttingar verða fjarlægðar, svo að ásýnd staðarins umturnast ekki þegar hann breytist í íslenska hamborgarastaðinn Metró. Hamborgararnir hafa hreinlega rokið út eftir að tilkynnt var að McDonald‘s myndi ljúka rekstrinum í vikulok. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að 10.000 borgarar seldust á dag, sem hlýtur að vera Íslands- ef ekki Norðurlandamet.

Samkvæmt Jóni hefur enginn falast eftir frosnum McDonald‘s-borgurum fyrir framtíðina, enda er sama sagan með þá og merkingarnar – óleyfilegt er að afhenda þá hamborgarahungruðum Íslendingum.- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.