Lífið

Ólafur setur mark sitt á söguna

Í fríðum flokki Veðurverkefni Ólafs Elíassonar er meðal þeirra hundrað fyrirbæra sem sett hafa mark sitt á menningarsögu 21. aldarinnar.
Í fríðum flokki Veðurverkefni Ólafs Elíassonar er meðal þeirra hundrað fyrirbæra sem sett hafa mark sitt á menningarsögu 21. aldarinnar.

Veðurverkefni Ólafs Elíassonar er meðal þeirra hundrað fyrirbæra sem sett hafa mark sitt á menningarsögu fyrsta áratugar 21. aldarinnar að mati menningarskríbenta breska blaðsins The Telegraph. Listi yfir þessi fyrirbæri var birtur á vefsíðu blaðsins í gær og Ólafur settur í hóp með nokkuð sögulegum atburðum. Í formála greinarinnar kemur fram að þessi fyrsti áratugur einkennist fyrst og fremst af því að allir gátu sett fram skoðun sína.

„Þetta eru árin þar sem allir urðu gagnrýnendur. Lag, mynd, myndband, kvikmynd, hluti úr bók, allir gátu séð þetta og sagt sitt álit.“

Meðal þess sem kemst á blað eru Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu, árásirnar á World Trade Center, endurkoma Kylie Minogue og rassinn hennar, frumsýning Office-þáttanna og iPod-æðið. Þá má einnig finna Da Vinci-lykil Dan Brown, dúett Jay-Z og Beyonce í laginu Crazy in Love og Little Britain, svo eitthvað sé nefnt.

Af nýlegri atburðum má síðan telja upp andlát Michaels Jackson, Slumdog Millionaire og sos-skeyti breska gamanleikarans Stephen Fry í gegnum Twitter-síðu sína.

Veðurverkefni Ólafs trekkti að í kringum þrjú hundruð þúsund gesti þegar sýningin var opnuð í Tate Modern-safninu í október 2003. Í rökstuðningi gagnrýnenda The Telegraph kemur fram að þetta sé eitt þaðeftirminnilegasta sem gert hafi verið í samtímalist á þessum áratug. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.