Lífið

Christofer Lee aðlaður í Buckinghamhöll

Christofer Lee.
Christofer Lee.
Breski leikarinn Christofer Lee var aðlaður í Buckinghamhöll í Lundúnum í dag fyrir störf sín á leiklistarsviðinu. Það var Karl Bretaprins sem aðlaði hinn 87 ára gamla leikara sem leikið hefur í um 250 kvikmyndum á sextíu og eins árs löngum ferli sínum.

Yngri kynslóðin kannast ef til vill best við Christofer Lee fyrir hlutverk sitt í Hringadróttinsmyndunum og Star Wars, en hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í hryllingsmyndum eins og um Dracula greifa og þá lék hann skúrkinn Scaramanga í James Bond myndinni „Maðurinn með gyltu byssuna" á móti öðrum öðluðum leikara, Sir Roger Moore.

Þrátt fyrir háan aldur er Christofer Lee ekkert á því að hætta störfum en hann sagði í Buckinghamhöll í dag að væntanlegar væru sjö kvikmyndir með honum á næstu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.