Lífið

Ívar Guðmunds og Arnar Grant leika hest

Ívar Guðmundsson, Arnar Grant og Ingó Veðurguð leika í nýrri 
auglýsingu fyrir drykkinn Hámark.
fréttablaðið/stefán
Ívar Guðmundsson, Arnar Grant og Ingó Veðurguð leika í nýrri auglýsingu fyrir drykkinn Hámark. fréttablaðið/stefán

„Við erum svolítið að skjóta á sjálfa okkur,“ segir útvarpsmaðurinn og fitness-tröllið Ívar Guðmundsson.

Tökur á nýrri sjónvarpsauglýsingu fyrir prótídrykk Ívars og Arnars Grant, Hámark, hófust á þriðjudag. Þar leika þeir félagar hest og verður fróðlegt að sjá hvernig útkoman verður. Engin vöðvasýning verður því í boði í þetta sinn líkt og í síðustu auglýsingu þar sem Ívar og Arnar hermdu eftir Rocky-myndinni. „Við erum að gera pínulítið grín að sjálfum okkur. Við erum aðeins að breyta um áherslu. Það þarf ekkert að segja fólki að við séum með vöðva,“ segir Ívar og hlær.

Ingó Veðurguð, herbergisfélagi Ívars úr Wipeout-keppninni í Argentínu, var fenginn til að semja auglýsingastefið og leikur hann einnig í auglýsingunni. Honum líst vel á að leika á móti vöðvatröllunum þrátt fyrir að sjálfur sé hann hálfgerð písl við hliðina á þeim. „Þetta snýst um að vera stór að innan, að massa þetta að innan.“

Tvö ný Hámarks-bragðefni verða sett á markað á næstunni, vanillu- og jarðarberjabragð. Að sögn Ívars voru nýju bragðefnin framleidd vegna góðra viðbragða við súkkulaðibragðinu. „Sem dæmi erum við með sextíu prósent af tilbúnum prótíndrykkjum á markaðnum og við komum á markað í janúar. Þetta er bara beint framhald af því.“- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.