Papar neyddir til nafnabreytingar 6. febrúar 2009 08:00 „Hljómsveitin Papar er ákveðið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurður hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi," segir Matthías Matthíasson, kenndur við Papa. Það sem var í gangi var að tveir stofnmeðlimir Papa, þeir Georg Ólafsson og Hermann Ingi Hermannsson (úr Logum) höfðu tekið upp á því að endurvekja Papa-bandið og voru farnir að spila. „Þeir komu bara með lögbann og við nenntum ekki að standa í einhverju stríði," segir Vignir, bróðir Georgs, sem var í Pöpum og er í endurvöktu útgáfunni. Hljómsveitin heitir því Hrafnar í dag. „Í sjálfu sér skiptir engu hvað hljómsveitir heita eins lengi og þær eru skemmtilegar." „Eysteinn trommari fékk einkaleyfi á Papa-nafnið og við lítum svo á að Papar sé ekki starfandi lengur," segir Matti. Ekkert Papa-kombakk er í spilunum. „Þetta hjá þeim er dálítið eins og ef Jón Ólafsson og Halli Þorsteins myndu byrja að spila sem Sálin hans Jóns míns," segir Matti. Hrafnar leikur á Rás 2 í dag kl. 11 og Vignir segir bandið vera í gamla rokkinu og „írsku deildinni" - „Auðvitað flýtur svo eitthvert Papa-efni með. Það er ekki hægt að banna manni að spila það," segir hann.- drg Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Hljómsveitin Papar er ákveðið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurður hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi," segir Matthías Matthíasson, kenndur við Papa. Það sem var í gangi var að tveir stofnmeðlimir Papa, þeir Georg Ólafsson og Hermann Ingi Hermannsson (úr Logum) höfðu tekið upp á því að endurvekja Papa-bandið og voru farnir að spila. „Þeir komu bara með lögbann og við nenntum ekki að standa í einhverju stríði," segir Vignir, bróðir Georgs, sem var í Pöpum og er í endurvöktu útgáfunni. Hljómsveitin heitir því Hrafnar í dag. „Í sjálfu sér skiptir engu hvað hljómsveitir heita eins lengi og þær eru skemmtilegar." „Eysteinn trommari fékk einkaleyfi á Papa-nafnið og við lítum svo á að Papar sé ekki starfandi lengur," segir Matti. Ekkert Papa-kombakk er í spilunum. „Þetta hjá þeim er dálítið eins og ef Jón Ólafsson og Halli Þorsteins myndu byrja að spila sem Sálin hans Jóns míns," segir Matti. Hrafnar leikur á Rás 2 í dag kl. 11 og Vignir segir bandið vera í gamla rokkinu og „írsku deildinni" - „Auðvitað flýtur svo eitthvert Papa-efni með. Það er ekki hægt að banna manni að spila það," segir hann.- drg
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira