Innlent

Leiðrétting Fréttablaðsins: Sigurður á ekki bátinn

Báturinn sem um ræðir.
Báturinn sem um ræðir. MYND/Ólafur Björnsson

Í fréttum sem skrifaðar hafa verið á Vísi í dag og fjalla um Sigurð Ólason og meint fíkniefnamisferli og peningaþvætti hefur verið sagt að hann eigi gúmmíbátinn sem notaður var til þess að sækja mikið magn fíkniefna í Papey. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun en sú frétt mun ekki eiga við rök að styðjast. Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu frá Jóni Kaldal, ritstjóra Fréttablaðsins.

„Sigurður Ólason, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnamisferli og peningaþvætti, á ekki gúmmíbátinn sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum í skútu austur af landinu í apríl, eins og staðhæft er ranglega í Fréttablaðinu í dag.

Sigurður er beðinn velvirðingar á þessari rangfærslu."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×