Lífið

Fyrsta platan í 20 ár

spandau ballet Nýleg mynd af sveitinni sem sló í gegn með lögum á borð við True og Through the Barricades.nordicphotos/getty
spandau ballet Nýleg mynd af sveitinni sem sló í gegn með lögum á borð við True og Through the Barricades.nordicphotos/getty

Breska eitíshljómsveitin Spandau Ballet ætlar í nóvember að gefa út sína fyrstu plötu í tuttugu ár. Platan nefnist Once More og er titillag hennar á leið í útvarpsspilun.

„Þegar við komum aftur saman og miðasalan á tónleikana fór af stað trúðum við ekki þessum ótrúlegu viðbrögðum,“ sagði söngvarinn Tony Hadley. „Þegar okkur gafst tækifæri til að fara í hljóðver og spila tónlist saman gátum við ekki sleppt því.“ Síðasta plata Spandau Ballet kom út 1989 og af henni voru gefin út fimm smáskífulög.

Ári síðar lagði sveitin upp laupana. Alls átti Spandau Ballet tíu smáskífulög á topp tíu listanum í Bretlandi á árunum 1979 til 1990, þar á meðal True, Gold, Only When You Leave og Through the Barricades.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.