Viðskipti erlent

Tískuhúsið Christian Lacroix á leið í gjaldþrot

Stjórnendur Christian Lacroix hafa viðurkennt að þeir geta ekki lengur borgað reikninga tískuhússins. Þetta kemur fram í umfjöllun Parísarblaðsins Le Figaro sem segir að hætta sé á að kröfuhafar setji tískuhúsið í gjaldþrotameðferð í næstu viku.

Eigendur Christian Lacroix vilja hinsvegar reyna að halda rekstrinum áfram og munu vera, að sögn Le Figaro, tilbúnir með björgunaráætlun til að leggja fram í skiptaréttinum.

Christian Lacroix telst til lúxustískuhúsa og hefur eins og raunar flest þeirra önnur lent í miklum vandræðum í fjármálakreppunni. Tapið í fyrra nam tíu milljónum evra eða rúmlega 1.750 milljónum kr.

Og vandræðin hafa haldið áfram á þessu ári þar sem efnuðum viðskiptavinum hefur fækkað með hverri vikunni. Samkvæmt frétt frá DPA fréttastofunni hefur sala Christian Lacroix á tískufatnaði fyrir konur dregist saman um 35% á fyrsta ársfjórðungi ársins m.v. sama tímabil í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×