Viðskipti erlent

Skilanefnd Landsbankans svínaði fyrir konungsfjölskyldu Saudi Arabíu

Með því að ganga að veðunum í BG Holding í Bretlandi kom skilanefnd Landsbankans í veg fyrir að nokkrir meðlimir konungsfjölskyldunnar í Saudi Arabíu fjárfestu í Hamleys leikfangaverslununum.

Þetta kemur fram í breska blaðinu Times sem segir einnig að sir Philip Green hafi einnig haft áhuga á að fjárfesta í Hamleys. Aðrir sem hafa haft áhuga á að kaupa sig inn í Hamleys er fjárfestirinn Theo Paphities.

Landsbankinn heldur nú um meirihlutann í Hamleys og samkvæmt Times stendur ekki til að selja hann næstu fimm árin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×