Körfubolti

Yao Ming verður ekkert með Houston Rockets í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yao Ming verður frá allt tímabilið.
Yao Ming verður frá allt tímabilið. Mynd/AFP

Kínverski miðherjinn Yao Ming getur ekki spilað með Houston Rockets í NBA-deildinni á tímabilinu sem er að hefjast í næsta mánuði. Yao Ming er enn að ná sér af meiðslum þeim sem hann varð fyrir í vor og ætlar að gefa sér góðan tíma til að ná fullum bata.

„Röntgen-myndirnar líta vel út og beinið grær vel," sagði Yao Ming en bætti strax við: "Það eru samt núll prósent líkur á að ég verði með. Ég ætla ekki að flýta mér til baka því ég vil að þetta grói alveg í þetta skiptið því þetta er ekki í frysta sinn sem ég lendi í svona aðstöðu," sagði Yao Ming. Hann fór í aðgerðina í júlí en hún var mjög flókin.

Yao braut einnig bein í fæti fyrir þremur árum síðan, spilaði aðeins 48 leiki tímabilið 2006-07 vegna hnémeiðsla og var síðan aðeins með í 55 leikjum tímabilið eftir vegna vandræða með vinstri fótinn sinn. Hann er því búin að vera fastagestur á sjúkrabeddanum síðustu árin.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×