Ecclestone segir dóm Briatore of harðan 24. september 2009 10:12 Flavio Briatore og Pat Symonds voru báðir dæmdir í bann frá Formúlu 1. Briatore í ótímabundið bann og Symonds í fimm ára bann. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra. "Það voru aðeins þrír aðilar sem vissu af þessu samsæri, Briatore, Pat Symonds og Nelson Piquet. Það er búið að afgreiða þá seku, en Briatore fannst mér alltof hart dæmdur. Ég var í nefndinni sem átti hlut að máli og tek því á mig að hann var of hart dæmdur", sagði Ecclestone um málið. "Briatore hefði átt að biðjast afsökunar, frekar en að bera á móti því að hann hefði gerst sekur um svindl. Svo finnst mér ekki gáfulegt ef hann ætlar að fara í einkamál við FIA. Hann ætti frekar að biðja um vægð hjá áfrýjunardómstóli FIA og viðurkenna mistök sín. Almennur dómur gæti sagt að hann hefði sent ungan strák út opinn dauðann með því að segja honum að klessa á vegg. Við erum vinir, en hann hefur ekki talað við mig nýlega. Telur trúlega að ég hefði átt að verja hann. En ég gat það ekki." Symonds hefur beðist afsökunar á atvikinu í Singapúr eins og Piquet, en ekki Briatore. Ítarlega verður fjallað um svindlmálið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra. "Það voru aðeins þrír aðilar sem vissu af þessu samsæri, Briatore, Pat Symonds og Nelson Piquet. Það er búið að afgreiða þá seku, en Briatore fannst mér alltof hart dæmdur. Ég var í nefndinni sem átti hlut að máli og tek því á mig að hann var of hart dæmdur", sagði Ecclestone um málið. "Briatore hefði átt að biðjast afsökunar, frekar en að bera á móti því að hann hefði gerst sekur um svindl. Svo finnst mér ekki gáfulegt ef hann ætlar að fara í einkamál við FIA. Hann ætti frekar að biðja um vægð hjá áfrýjunardómstóli FIA og viðurkenna mistök sín. Almennur dómur gæti sagt að hann hefði sent ungan strák út opinn dauðann með því að segja honum að klessa á vegg. Við erum vinir, en hann hefur ekki talað við mig nýlega. Telur trúlega að ég hefði átt að verja hann. En ég gat það ekki." Symonds hefur beðist afsökunar á atvikinu í Singapúr eins og Piquet, en ekki Briatore. Ítarlega verður fjallað um svindlmálið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira