Formúla 1

Styrkaraðilar Renault segja upp samningum

ING bankinn hollenski hefur styrk Renault í þrjú ár, en auglýsingar verða ekki á bílum liðsins um helgina.
ING bankinn hollenski hefur styrk Renault í þrjú ár, en auglýsingar verða ekki á bílum liðsins um helgina. mynd: kappakstur.is

Tveir stórir styrktaraðilar hafa sagt upp auglýsingasamningum við Formúlu 1 lið Renault í dag vegna dóms í svindlmálinu í Singapúr í fyrra.

Hollenski ING bankinn sendi tilkynningu frá sér, skömmu eftir að spænska tryggingarfyrirtækið Mutua Madilena dró sig í hlé frá liðinu.

Báðir aðilar segja neikvæð umræða um aðgerðir Renault í fyrra sé ástæðan fyrir samningsslitunum þegar aðeins fjögur mót eru eftir á tímabilinu. ING hefur styrkt Renault í þrjú ár, en vilja binda endi á samstarfið fyrir mósthelgina í Singapúr. Mikil umræða hefur verið um svindlmálið og ítarlega er farið í málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×