Sláturtíð Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 24. september 2009 06:00 Þær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir haust. Fyrir þá sem ekki vita þá útheimtir það talsverða vinnu að taka slátur. Að ekki sé minnst á ef afraksturinn á að duga í eina til tvær máltíðir í viku fyrir fjórar fjölmennar fjölskyldur í heilan vetur. Í sláturtíðinni þetta árið koma systurnar saman og sauma sínar vambir, brytja mör og hakka lifur. Yfir þessu er spjallað um þjóðmálin. Stjórnmálin. Þau eru vitlaus sem aldrei fyrr, segja þær en muna nú sitthvað frá því í gamla daga. Lifðu stríð, bæði það eiginlega og kalda. Hér hafa löngum verið kjöraðstæður fyrir vitlaus stjórnmál. Umræðan oftar en ekki snúist um form í stað efnis. Leki merkilegar upplýsingar er frekar rætt um lekann en upplýsingarnar. Sendiboðarnir eru skotnir. Smáatriði verða að aðalatriðum. Oftast hefur þetta verið í lagi. Líf og limir hafa ekki verið í húfi. En nú er það bara óvart þannig. Líf og limir eru í húfi. Stjórnmálamennirnir okkar þurfa að mæta til þingsetningar í næstu viku með endurnýjað hugarfar. Þeir þurfa að vera staðráðnir í að vinna saman. En svo að af slíku samstarfi geti orðið þurfa formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna að byrja á að byggja upp traust sín á milli. Auðséð er að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon treysta illa Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hér er ekki átt við tittlingaskít á borð við að þau telji að þeir kunni ekki að þegja yfir leyndarmáli heldur þá tegund trausts sem þarf að ríkja á milli fólks sem saman ætlar að bjarga heilu samfélagi frá endanlegri glötun. Helst þyrftu þau fjögur að sverjast í fóstbræðralag líkt og gert var til forna. Ályktun þingflokks Framsóknarflokksins frá í vikunni gæti, merkilegt nokk, orðið grunnur að nánu samstarfi stjórnmálaflokkanna fjögurra. Í henni kvað við nýjan tón. Hvatning framsóknarmannanna til ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum var í alla staði vinsamleg. Af einlægni er skorað á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum sem lagt hafa málinu lið. Ríkisstjórnin getur ekki annað en tekið Framsókn á orðinu. Þegar fjallað er um stjórnmálastöðuna verður að hafa í huga að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa aðeins gegnt embættum í fáa mánuði. Ekki er sjálfsagt að ætla að fólk veljist fullþroska til formennsku í stjórnmálaflokki. Breytir þá engu hverra manna það er. Bjarni og Sigmundur hafa auðvitað misstigið sig á þessum mánuðum en ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir nálgist viðfangsefni sín af stakri fagmennsku í vetur. Jóhanna og Steingrímur hafa líka gert mistök. Bæði við stjórn landsins og í samskiptum við stjórnarandstöðuna. Þau hljóta að hafa lært af þeim mistökum. Stjórnmál sem hafa það að leiðarljósi að gæta og efla hag borgaranna eru ekki vísindi. Þvert á móti eru þau einföld í eðli sínu. Það góða fólk sem hér var nefnt þarf að hafa það hugfast og gæta þess um leið að láta ekki bullara og samsæriskenningasmiði trufla sig við mikilvæg störf sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þær skipta með sér verkum, systurnar fjórar sem saman taka slátur á hverju hausti og fylla frystikistur sínar af blóðmör og lifrarpylsu svo dugar fram á vor. Vinnulagið er fumlaust, hver og ein gengur til sinna verka haust eftir haust. Fyrir þá sem ekki vita þá útheimtir það talsverða vinnu að taka slátur. Að ekki sé minnst á ef afraksturinn á að duga í eina til tvær máltíðir í viku fyrir fjórar fjölmennar fjölskyldur í heilan vetur. Í sláturtíðinni þetta árið koma systurnar saman og sauma sínar vambir, brytja mör og hakka lifur. Yfir þessu er spjallað um þjóðmálin. Stjórnmálin. Þau eru vitlaus sem aldrei fyrr, segja þær en muna nú sitthvað frá því í gamla daga. Lifðu stríð, bæði það eiginlega og kalda. Hér hafa löngum verið kjöraðstæður fyrir vitlaus stjórnmál. Umræðan oftar en ekki snúist um form í stað efnis. Leki merkilegar upplýsingar er frekar rætt um lekann en upplýsingarnar. Sendiboðarnir eru skotnir. Smáatriði verða að aðalatriðum. Oftast hefur þetta verið í lagi. Líf og limir hafa ekki verið í húfi. En nú er það bara óvart þannig. Líf og limir eru í húfi. Stjórnmálamennirnir okkar þurfa að mæta til þingsetningar í næstu viku með endurnýjað hugarfar. Þeir þurfa að vera staðráðnir í að vinna saman. En svo að af slíku samstarfi geti orðið þurfa formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna að byrja á að byggja upp traust sín á milli. Auðséð er að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon treysta illa Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hér er ekki átt við tittlingaskít á borð við að þau telji að þeir kunni ekki að þegja yfir leyndarmáli heldur þá tegund trausts sem þarf að ríkja á milli fólks sem saman ætlar að bjarga heilu samfélagi frá endanlegri glötun. Helst þyrftu þau fjögur að sverjast í fóstbræðralag líkt og gert var til forna. Ályktun þingflokks Framsóknarflokksins frá í vikunni gæti, merkilegt nokk, orðið grunnur að nánu samstarfi stjórnmálaflokkanna fjögurra. Í henni kvað við nýjan tón. Hvatning framsóknarmannanna til ríkisstjórnarinnar um að grípa til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum var í alla staði vinsamleg. Af einlægni er skorað á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum sem lagt hafa málinu lið. Ríkisstjórnin getur ekki annað en tekið Framsókn á orðinu. Þegar fjallað er um stjórnmálastöðuna verður að hafa í huga að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa aðeins gegnt embættum í fáa mánuði. Ekki er sjálfsagt að ætla að fólk veljist fullþroska til formennsku í stjórnmálaflokki. Breytir þá engu hverra manna það er. Bjarni og Sigmundur hafa auðvitað misstigið sig á þessum mánuðum en ekki er ástæða til að ætla annað en að þeir nálgist viðfangsefni sín af stakri fagmennsku í vetur. Jóhanna og Steingrímur hafa líka gert mistök. Bæði við stjórn landsins og í samskiptum við stjórnarandstöðuna. Þau hljóta að hafa lært af þeim mistökum. Stjórnmál sem hafa það að leiðarljósi að gæta og efla hag borgaranna eru ekki vísindi. Þvert á móti eru þau einföld í eðli sínu. Það góða fólk sem hér var nefnt þarf að hafa það hugfast og gæta þess um leið að láta ekki bullara og samsæriskenningasmiði trufla sig við mikilvæg störf sín.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar