Lífið

Ásdís Rán: Vill frekar framleiða klám heldur en að horfa á það

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Glysbomban Ásdís Rán Gunnarsdóttir er í viðtali á heimasíðu Playboy en sjálf lýsir hún því á eigin vefsvæði á Pressunni sem persónulegu viðtali. Og það má vissulega finna nærgöngular spurningar en meðal annars er Ásdís spurð hvort hún horfi á klám.

Og það stendur ekki á svari hjá Ásdísi: Nei. Ég hef ekki tíma fyrir slíkt kjaftæði. Ég vil frekar framleiða mitt eigið klám.

Þá kemur einnig í ljós að gælunafnið á brjóstunum hennar Ásdísar eru „fótboltarnir". Mest kynæsandi undirfötin sem hún klæðist eru íslensk ullarnærföt að hætti víkinga. Og hún er vinsælasta konan á Íslandi og Búlgaríu að eigin sögn.

Þá upplýsir hún að uppáhalds skyndibitafæðið hennar er KFC. Spurð hvaða mat hún borðar alls ekki svarar hún hreinskilningslega: Skyndibitafæði.

Ásdís hikar ekki þegar hún er spurð hvernig karlmenn eigi að heilla íslenskar dömur.

„Segið henni bara að þið séuð útlendingar," segir Ásdís og bætir við: „Við erum að fara í gegnum mjög fræga kreppu í augnablikinu."

Þá sýnir Ásdís Rán á sér nýjar og óvæntar pólitískar hliðar í viðtalinu. Spurð hvað hún myndi gera ef hún fengi að vera forseti Bandaríkjanna svarar hún: „Ég myndi leiða í lög að kynfæri barnaníðinga yrðu skorin af þeim."

Og það leikur engin vafi á því að Ásdís Rán er hæfileikarík stúlka. Þegar hún er sjálf spurð í hverju hún er best svara hún: „Það eru margt. Til dæmis að búa til snjókarl eingöngu klædd í bikiní. Að synda nakin í Bláa Lóninu. Sitja fyrir klæðalítil í kuldanum og að stunda kynlíf í snjóhúsum."

Fyrir áhugasama má lesa viðtalið við þessa hæfileikaríku stúlku í heild sinni hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.