Enski boltinn

Jermaine Pennant til liðs við Real

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jermaine Pennant.
Jermaine Pennant. Nordic photos/AFP

Vængmaðurinn Jermaine Pennant hefur samþykkt þriggja ára samning við Real Zaragoza eftir að hafa staðist læknisskoðun á Spáni í morgun en hann kemur til spænska félagssins á frjálsri sölu frá Liverpool.

Pennant var á láni hjá Portsmouth á síðustu leiktíð og hefur áður leikið með Arsenal og Birmingham á Englandi en leikmaðurinn hlakkar mjög til þess að prófa spænska fótboltann.

„Ég sóttist eftir því að koma til Spánar og var með mikið af góðum tilboðum í höndunum en ákvað á endanum að velja Zaragoza. Ég get ekki beðið eftir því endurvekja feril minn þarna," segir Pennant.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×