Innlent

Eldurinn breiðist hratt út - helmingur hótelsins brunninn

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar

Eldurinn í Valhöll á Þingvöllum breiðist hratt út og nú standa tvö burstahúsanna á björtu báli. Skáli sem stóð við vesturhlið hússins er hruninn til grunna.

Óli Tynes, fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er staddur á Þingvöllum. „Ég stend hér vinstra megin við hótelið og skálinn með flata þakinu sem er vinstra megin við húsið er hruninn til grunna. Eldurinn hefur borist þaðan í burstahúsin og tvö þeirra standa nú á björtu báli," segir Óli.

Reykjarmökkurinn berst marga kílómetra að sögn Óla. Fimm slökkvibílar eru á svæðinu en nú síðast barst aðstoð frá Hveragerði. Einnig hefur verið sendur körfubíll úr Reykjavík svo hægt sé að rjúfa þakið og dæla þaðan.

„Þeir hafa nóg vatn úr Þingvallavatni og eru að bæta við slöngum út í vatnið. Það er voða erfitt um vik því eldurinn breiðist innan dyra. Það er voðalega erfitt fyrir þá að ráða við þetta," segir Óli.

Greiðlega gekk að koma gestum hótelsins út en eldsupptök liggja ekki fyrir.












Tengdar fréttir

Sprengihætta í Valhöll

Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti.

Eldur í Valhöll á Þingvöllum

Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×