Helgi Björns næstum fimmtugur í Valhöll 10. júlí 2009 06:15 Verður næstum fimmtugur í dag og ætlar að halda upp á það á Hótel Valhöll með tónleikum en nú er verið að blása lífi í þann fornfræga stað. „Hvað verð ég gamall? Ehhh, 49 ára. Ég er reyndar búinn að vera það í nokkur ár. Ég ætla að vera það áfram. Þetta er ágætur aldur," segir Helgi Björnsson sem á afmæli í dag og heldur upp á það með tónleikum í Valhöll. Helgi er þessa dagana á ferð og flugi milli Íslands og Þýskalands, þar sem hann rekur skemmtihús. Bæði er verið að ræsa SSSól-vélina og síðan er Helgi byrjaður að syngja reglulega á föstudagskvöldum í hótel Valhöll í Þingvallasveit. Verður þar með tónleika í kvöld. Helgi segir að nú sé ætlunin að blása lífi í þann frábæra stað en gamalreyndur jaxl úr veitingabransanum ætlar að reyna sig við það - Úlfar Þórðarson sem lengi var á Gauk á Stöng og þá á Hótel Búðum. „Ég var þarna um síðustu helgi og það var algerlega frábært. Fullt af fólki, sól og við úti í garði. Það stefnir í svipað í kvöld. Ég syng gamlar íslenskar dægurlagaperlur. Þær eru viðeigandi í Valhöll," segir Helgi og tekur tóndæmi: „Til eru fræ…" og vippar sér svo óvænt yfir í Brúnaljósin brúnu „Ó, vildu hlusta, elsku litla ljúfan mín…" en áttar sig þá á að þetta eru ekki viðeigandi línur að raula í eyra blaðamanns og vippar sér yfir í Bjössa á mjólkurbílnum. „Þetta er svona ‚fiftís'. Ég er með Kjartan Vald á píanó, Stefán Má á bassa og gítar og Sigurð Flosason á sax og klarinett. Mjög á ljúfum nótum." Aðspurður hvort Helgi ætli að blanda saman afmælisveislu sinni og tónleikunum segir hann ekki svo vera. „Nei, ég læt nokkra félaga vita. Ég ætla að fá mér einn drykk eftir tónleika í tilefni dagsins. Ég er ekki sérstaklega mikið afmælisbarn. Mér finnst þriðjudagar skemmtilegir." Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
„Hvað verð ég gamall? Ehhh, 49 ára. Ég er reyndar búinn að vera það í nokkur ár. Ég ætla að vera það áfram. Þetta er ágætur aldur," segir Helgi Björnsson sem á afmæli í dag og heldur upp á það með tónleikum í Valhöll. Helgi er þessa dagana á ferð og flugi milli Íslands og Þýskalands, þar sem hann rekur skemmtihús. Bæði er verið að ræsa SSSól-vélina og síðan er Helgi byrjaður að syngja reglulega á föstudagskvöldum í hótel Valhöll í Þingvallasveit. Verður þar með tónleika í kvöld. Helgi segir að nú sé ætlunin að blása lífi í þann frábæra stað en gamalreyndur jaxl úr veitingabransanum ætlar að reyna sig við það - Úlfar Þórðarson sem lengi var á Gauk á Stöng og þá á Hótel Búðum. „Ég var þarna um síðustu helgi og það var algerlega frábært. Fullt af fólki, sól og við úti í garði. Það stefnir í svipað í kvöld. Ég syng gamlar íslenskar dægurlagaperlur. Þær eru viðeigandi í Valhöll," segir Helgi og tekur tóndæmi: „Til eru fræ…" og vippar sér svo óvænt yfir í Brúnaljósin brúnu „Ó, vildu hlusta, elsku litla ljúfan mín…" en áttar sig þá á að þetta eru ekki viðeigandi línur að raula í eyra blaðamanns og vippar sér yfir í Bjössa á mjólkurbílnum. „Þetta er svona ‚fiftís'. Ég er með Kjartan Vald á píanó, Stefán Má á bassa og gítar og Sigurð Flosason á sax og klarinett. Mjög á ljúfum nótum." Aðspurður hvort Helgi ætli að blanda saman afmælisveislu sinni og tónleikunum segir hann ekki svo vera. „Nei, ég læt nokkra félaga vita. Ég ætla að fá mér einn drykk eftir tónleika í tilefni dagsins. Ég er ekki sérstaklega mikið afmælisbarn. Mér finnst þriðjudagar skemmtilegir."
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira