Innlent

Líklega kviknað í útfrá háfi í eldhúsi

Grunur leikur á kviknað hafi í útfrá háfi í eldhúsi Hótels Valhallar þegar verið var að grilla. Eldurinn kom upp um fjögurleytið í dag og hefur breiðst hratt út.

Fjöldi slökkviliðsbíla og slökkviliðsmanna eru á svæðinu að berjast við eldinn en aðstæður eru erfiðar. Reykjamökkur stendur i fjölda kílómetra frá eldstaðnum.






Tengdar fréttir

Sprengihætta í Valhöll

Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti.

Eldur í Valhöll á Þingvöllum

Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×