Enski boltinn

Wenger hrifinn af Bellamy

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fjölmiðlar í Englandi vörpuðu því fram að Arsenal væri mjög óvænt að spá í að reyna að fá Craig Bellamy til félagsins. Umræðan kom upp í kjölfar þess að Bellamy var ósáttur við brottvikningu Mark Hughes hjá City.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann sé hrifinn af Bellamy en útilokar þann möguleika að fá hann til félagsins.

Wenger greindi einnig frá því að Daninn Nicklas Bendtner verður ekki klár í slaginn fyrr en eftir þrjár vikur en hann hefur ekkert spilað vegna meiðsla síðan í október.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×