Intermarket semur við Rothschild vegna kaupa á West Ham 11. nóvember 2009 13:42 Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið. „Sumir hafa afskrifað okkur sem að okkur væri ekki alvara með tilboð okkar," segir Byrne í samtali við blaðið . „En okkur er alvara og við höfum fullnægt skilyrðum þeirra (Rothschild) um að við höfum fjármagnið." Intermarket greindi frá áhuga sínum á því að kaupa West Ham fyrir nokkrum vikum. Straumur, eða CB Holding, sem á meirihlutann í West Ham, tók þeim áhuga ekki mjög alvarlega. Straumur setti spurningamerki við fyrirtætlanir Intermarket og sagði fyrirtækinu að West Ham yrði ekki selt ódýrt. Telegraph segir að Intermark verðleggi West Ham á 100 milljónir punda þar með taldar skuldir upp á 48 milljónir punda og kostnaðurinn við Carlos Tévez málið. Þetta þýðir að Straumur og aðrir kröfuhafar á bakvið West Ham fengju rúmlega 30 miljónir punda eða rúmlega 6 milljarða kr. í sinn hlut. Þetta er mun minna en Straumur og aðrir eigendur vonast til að fá í sinn hlut með sölunni á félaginu. Byrne segir að fjárfestarnir sem hann er í forsvari fyrir hafi nægilegt fjármagn á bakvið sig til þess að betrumbæta stöðu West Ham í úrvalsdeildinni, með leikmannakaupum og stuðningi við framkvæmdastjórann Gianfranco Zola. Hann bætir því við að fjárfestarnir séu blanda af fjárfestingarfélögum og efnuðum einstaklingum. Hann hafnar því að um bandaríska aðila sé að ræða og tekur fram að Intermarket sé breskt félag. Telegraph tekur fram að þótt Intermark hafi gert fyrrgreindan samning við Rothschild, sem sér um fyrirhugaða sölu á West Ham, þýði það ekki að eiginlegar samningaviðræður um kaupin séu hafnar. Aðrir fjárfestar séu enn inn í myndinni hvað slíkt varðar. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjármálafyrirtækið Intermarket, sem staðsett er í London, segir að það hafi nægilegt fjármagn til þess að kaupa enska úrvalsdeildarliðið West Ham. David Byrne forstjóri Intermarket segir í samtali við blaðið Telegraph að fyrirtækið hafi gert samning við Rothschild bankann sem sýni getu þeirra til að kaupa liðið. „Sumir hafa afskrifað okkur sem að okkur væri ekki alvara með tilboð okkar," segir Byrne í samtali við blaðið . „En okkur er alvara og við höfum fullnægt skilyrðum þeirra (Rothschild) um að við höfum fjármagnið." Intermarket greindi frá áhuga sínum á því að kaupa West Ham fyrir nokkrum vikum. Straumur, eða CB Holding, sem á meirihlutann í West Ham, tók þeim áhuga ekki mjög alvarlega. Straumur setti spurningamerki við fyrirtætlanir Intermarket og sagði fyrirtækinu að West Ham yrði ekki selt ódýrt. Telegraph segir að Intermark verðleggi West Ham á 100 milljónir punda þar með taldar skuldir upp á 48 milljónir punda og kostnaðurinn við Carlos Tévez málið. Þetta þýðir að Straumur og aðrir kröfuhafar á bakvið West Ham fengju rúmlega 30 miljónir punda eða rúmlega 6 milljarða kr. í sinn hlut. Þetta er mun minna en Straumur og aðrir eigendur vonast til að fá í sinn hlut með sölunni á félaginu. Byrne segir að fjárfestarnir sem hann er í forsvari fyrir hafi nægilegt fjármagn á bakvið sig til þess að betrumbæta stöðu West Ham í úrvalsdeildinni, með leikmannakaupum og stuðningi við framkvæmdastjórann Gianfranco Zola. Hann bætir því við að fjárfestarnir séu blanda af fjárfestingarfélögum og efnuðum einstaklingum. Hann hafnar því að um bandaríska aðila sé að ræða og tekur fram að Intermarket sé breskt félag. Telegraph tekur fram að þótt Intermark hafi gert fyrrgreindan samning við Rothschild, sem sér um fyrirhugaða sölu á West Ham, þýði það ekki að eiginlegar samningaviðræður um kaupin séu hafnar. Aðrir fjárfestar séu enn inn í myndinni hvað slíkt varðar.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira