Liverpool og Chelsea unnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2009 19:45 Didier Drogba fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool og Chelsea unnu bæði sína leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Yossi Benayoun tryggði Liverpool kærkominn sigur á Real Madrid á útivelli með laglegu skallamarki á 82. mínútu. Didier Drogba reyndist hetja Chelsea er vann 1-0 sigur á Juventus. Þá vann Bayern München 5-0 stórsigur á Sporting Lissabon og það í Portúgal. Panathinaikos náði einnig góðum úrslitum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Villarreal á Spáni. Real Madrid - Liverpool 0-1 0-1 Yossi Benayoun (82.) Steven Gerrard var ekki í byrjunarliði Liverpool en Xabi Alonso var í byrjunarliðinu eftir að hafa tekið út leikbann. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu. Hjá Real Madrid var gerð ein breyting frá síðasta leik. Arjen Robben kom inn fyrir Klaas-Jan Huntelaar sem er ekki gjaldgengur með Real Madrid í Meistaradeildinni. Heimamenn byrjuðu betur en það voru leikmenn Liverpool, þeir Torres og Yossi Benayoun, sem fengu hættulegri færin framan af. Iker Casillas var hins vegar vel á verði í bæði skiptin. Gonzalo Higuain skoraði svo mark á 30. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks átti svo Xabi Alonso ævintýralega skottilraun er hann reyndi að skora frá eigin vallarhelmingi. Skotið var gott en Casillas sá við honum. Síðari hálfleikur var talsvert rólegri en sá fyrri. Eitt hættulegasta færið fékk Arjen Robben á 71. mínútu er hann átti gott skot að marki sem Pepe Reina varði vel. Þegar skammt var til leiksloka brast þó ísinn loksins. Gabriel Heinze gerði sig sekan er hann handlék knöttinn á hættulegu svæði. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og rataði hún beint á kollinn á Benayoun sem stýrði knettinum í netið með hörkuskalla sem Casillas átti ekki möguleika á. Chelsea - Juventus 1-01-0 Didier Drogba (12.) Ein breyting var gerð á liði Chelsea sem vann Aston Villa um helgina. Ashley Cole kom inn fyrir Paulo Ferreira sem á við meiðsla að stríða. Deco var fjarverandi vegna meiðsla. Hjá Juventus voru gerðar þrjár breytingar frá síðasta leik liðsins. Alessandro Del Piero kom inn fyrir David Trezeguet og þeir Amauri og Olof Mellberg eru í liðinu á kostnað Vincenzo Iaquinta og Zdenek Grygera. Fyrsta mark leiksins kom á tólftu mínútu. Salomon Kalou átti sendingu inn í teig þar sem Frank Lampard var og hann skildi eftir boltann fyrir Didier Drogba sem skoraði með laglegu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að bæði lið hafi fengið sín tækifæri í leiknum. Mikilvægt mark hjá Drogba en Chelsea á þó erfiðan leik fyrir höndum á Ítalíu. Sporting Lissabon - Bayern München 0-50-1 Franck Ribery (42.) 0-2 Miroslav Klose (57.) 0-3 Franck Ribery, víti (63.) 0-4 Luca Toni (84.)0-5 Luca Toni (90.) Villarreal - Panathinaikos 1-1 0-1 Giorgos Karagounis (59.) 1-1 Giuseppi Rossi, víti (67.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira
Liverpool og Chelsea unnu bæði sína leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Yossi Benayoun tryggði Liverpool kærkominn sigur á Real Madrid á útivelli með laglegu skallamarki á 82. mínútu. Didier Drogba reyndist hetja Chelsea er vann 1-0 sigur á Juventus. Þá vann Bayern München 5-0 stórsigur á Sporting Lissabon og það í Portúgal. Panathinaikos náði einnig góðum úrslitum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Villarreal á Spáni. Real Madrid - Liverpool 0-1 0-1 Yossi Benayoun (82.) Steven Gerrard var ekki í byrjunarliði Liverpool en Xabi Alonso var í byrjunarliðinu eftir að hafa tekið út leikbann. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu. Hjá Real Madrid var gerð ein breyting frá síðasta leik. Arjen Robben kom inn fyrir Klaas-Jan Huntelaar sem er ekki gjaldgengur með Real Madrid í Meistaradeildinni. Heimamenn byrjuðu betur en það voru leikmenn Liverpool, þeir Torres og Yossi Benayoun, sem fengu hættulegri færin framan af. Iker Casillas var hins vegar vel á verði í bæði skiptin. Gonzalo Higuain skoraði svo mark á 30. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks átti svo Xabi Alonso ævintýralega skottilraun er hann reyndi að skora frá eigin vallarhelmingi. Skotið var gott en Casillas sá við honum. Síðari hálfleikur var talsvert rólegri en sá fyrri. Eitt hættulegasta færið fékk Arjen Robben á 71. mínútu er hann átti gott skot að marki sem Pepe Reina varði vel. Þegar skammt var til leiksloka brast þó ísinn loksins. Gabriel Heinze gerði sig sekan er hann handlék knöttinn á hættulegu svæði. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og rataði hún beint á kollinn á Benayoun sem stýrði knettinum í netið með hörkuskalla sem Casillas átti ekki möguleika á. Chelsea - Juventus 1-01-0 Didier Drogba (12.) Ein breyting var gerð á liði Chelsea sem vann Aston Villa um helgina. Ashley Cole kom inn fyrir Paulo Ferreira sem á við meiðsla að stríða. Deco var fjarverandi vegna meiðsla. Hjá Juventus voru gerðar þrjár breytingar frá síðasta leik liðsins. Alessandro Del Piero kom inn fyrir David Trezeguet og þeir Amauri og Olof Mellberg eru í liðinu á kostnað Vincenzo Iaquinta og Zdenek Grygera. Fyrsta mark leiksins kom á tólftu mínútu. Salomon Kalou átti sendingu inn í teig þar sem Frank Lampard var og hann skildi eftir boltann fyrir Didier Drogba sem skoraði með laglegu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að bæði lið hafi fengið sín tækifæri í leiknum. Mikilvægt mark hjá Drogba en Chelsea á þó erfiðan leik fyrir höndum á Ítalíu. Sporting Lissabon - Bayern München 0-50-1 Franck Ribery (42.) 0-2 Miroslav Klose (57.) 0-3 Franck Ribery, víti (63.) 0-4 Luca Toni (84.)0-5 Luca Toni (90.) Villarreal - Panathinaikos 1-1 0-1 Giorgos Karagounis (59.) 1-1 Giuseppi Rossi, víti (67.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira