Tónlistarárið mikla hafið 12. janúar 2009 06:00 Tónlistarkonan Lay Low verður upptekinn allt árið í kring við kynningu á sinni nýjustu plötu, Farewell Good Night´s Sleep. Fjöldi hljómsveita verður á faraldsfæti árið 2009 og ætlar sér stóra hluti úti í hinum stóra heimi. Lay Low, Emilíana Torrini, Hjaltalín og Gus Gus verða öll áberandi. Lay Low og Emilíana Torrini hafa báðar í nógu að snúast á næstunni. Fyrst mun Lay Low hita upp fyrir Emilíönu á mánaðarlangri tónleikaferð um Evrópu sem hefst í Frakklandi 29. janúar. Eftir stutta dvöl á Íslandi fer Lay Low í tónleikaferð um Finnland, Danmörku, Noreg og Þýskaland. Hinn 12. mars verður hún í London og kvöldið eftir hitar hún aftur upp fyrir Emilíönu í sömu borg. Hinn 15. mars er ferðinni síðan heitið á tónlistarhátíðina South By Southwest í Texas með hljómsveitinni Benny Crespo"s Gang. Einnig hyggur Lay Low á tónleikaferð um Bandaríkin á árinu. Hún mun spila á fjölda annarra tónlistarhátíða árið 2009, meðal annars á hinni bresku End of the Road sem verður haldin í september. Næstu tónleikar hennar verða þó á Kaffi Rósenberg 27. janúar þar sem hún hitar upp fyrir komandi Evróputúr. Forsala er þegar hafin á Midi.is. Hjaltalín er byrjuð á sinni tónleikaferð um Evrópu, sem hófst í Danmörku síðastliðinn fimmtudag. Lýkur henni í Bretlandi tveimur vikum síðar, eða 24. janúar. Gus Gus hyggur einnig á túr til að fylgja væntanlegri plötu sinni eftir. Fyrstu tónleikarnir verða í Austurríki 31. janúar og eftir það spilar sveitin mestmegnis í Þýskalandi. Hefur hún þegar verið bókuð til 2. maí. Einnig undirbýr For a Minor Reflection Evróputúr í vor, rétt eins og Reykjavík! og Sin Fang Bous. Seabear hefur bókað sig í Bandaríkjunum á árinu og einnig hljómsveitirnar Vicky og Sprengjuhöllin, sem verður á South By Southwest-hátíðinni. Á meðal flytjenda sem eru líklegir til að fara í tónleikaferðir erlendis á árinu eru síðan Helgi Hrafn Jónsson, Retro Stefson, Hafdís Huld, Jóhann Jóhannsson, Agent Fresco, Dikta, Skakkamanage, Heiða Árnadóttir, FM Belfast og Ólafur Arnalds. Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útflutningsráði íslenskrar tónlistar, Útón, segir að ekkert lát sé á áhuga á íslenskri tónlist úti í heimi. „Það er mjög líklegt að bæði margir úr yngri kantinum og hinir sem hafa verið að róa í nokkurn tíma verði með sterkan prófíl í útlöndum á þessu ári," segir hún. „Ég hef á tilfinningunni að þetta verði tónlistarárið mikla og að vegur íslenskrar tónlistar haldi áfram." freyr@frettabladid.is Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Fjöldi hljómsveita verður á faraldsfæti árið 2009 og ætlar sér stóra hluti úti í hinum stóra heimi. Lay Low, Emilíana Torrini, Hjaltalín og Gus Gus verða öll áberandi. Lay Low og Emilíana Torrini hafa báðar í nógu að snúast á næstunni. Fyrst mun Lay Low hita upp fyrir Emilíönu á mánaðarlangri tónleikaferð um Evrópu sem hefst í Frakklandi 29. janúar. Eftir stutta dvöl á Íslandi fer Lay Low í tónleikaferð um Finnland, Danmörku, Noreg og Þýskaland. Hinn 12. mars verður hún í London og kvöldið eftir hitar hún aftur upp fyrir Emilíönu í sömu borg. Hinn 15. mars er ferðinni síðan heitið á tónlistarhátíðina South By Southwest í Texas með hljómsveitinni Benny Crespo"s Gang. Einnig hyggur Lay Low á tónleikaferð um Bandaríkin á árinu. Hún mun spila á fjölda annarra tónlistarhátíða árið 2009, meðal annars á hinni bresku End of the Road sem verður haldin í september. Næstu tónleikar hennar verða þó á Kaffi Rósenberg 27. janúar þar sem hún hitar upp fyrir komandi Evróputúr. Forsala er þegar hafin á Midi.is. Hjaltalín er byrjuð á sinni tónleikaferð um Evrópu, sem hófst í Danmörku síðastliðinn fimmtudag. Lýkur henni í Bretlandi tveimur vikum síðar, eða 24. janúar. Gus Gus hyggur einnig á túr til að fylgja væntanlegri plötu sinni eftir. Fyrstu tónleikarnir verða í Austurríki 31. janúar og eftir það spilar sveitin mestmegnis í Þýskalandi. Hefur hún þegar verið bókuð til 2. maí. Einnig undirbýr For a Minor Reflection Evróputúr í vor, rétt eins og Reykjavík! og Sin Fang Bous. Seabear hefur bókað sig í Bandaríkjunum á árinu og einnig hljómsveitirnar Vicky og Sprengjuhöllin, sem verður á South By Southwest-hátíðinni. Á meðal flytjenda sem eru líklegir til að fara í tónleikaferðir erlendis á árinu eru síðan Helgi Hrafn Jónsson, Retro Stefson, Hafdís Huld, Jóhann Jóhannsson, Agent Fresco, Dikta, Skakkamanage, Heiða Árnadóttir, FM Belfast og Ólafur Arnalds. Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útflutningsráði íslenskrar tónlistar, Útón, segir að ekkert lát sé á áhuga á íslenskri tónlist úti í heimi. „Það er mjög líklegt að bæði margir úr yngri kantinum og hinir sem hafa verið að róa í nokkurn tíma verði með sterkan prófíl í útlöndum á þessu ári," segir hún. „Ég hef á tilfinningunni að þetta verði tónlistarárið mikla og að vegur íslenskrar tónlistar haldi áfram." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira