Lífið

Bobbinn á pöbb í Grafarvogi

Þegar Steindi Jr. lendir í bobba er það yfirleitt Bobban að kenna.
Þegar Steindi Jr. lendir í bobba er það yfirleitt Bobban að kenna.

„Bobbinn er svolítið bældur og segir ekki neitt. Hann er mjög einfaldur og nær alltaf að klúðra málunum í þessari auglýsingu,“ segir Sigurður Þorkelsson sem túlkar Bobbann í auglýsingum Steinda Jr. fyrir Sjóvá.

Sigurður á pöbbinn Gullöldina í Grafarvogi og stýrir honum milli þess sem hann bregður sér í hlutverk Bobbans. Margir muna eftir Bobbanum frá því í sumar, en hann kom fyrst fram í atriði Steinda Jr. í Monitor-þættinum á Skjá einum.

En hver er fyrirmynd Bobbans? „Ég veit það ekki. Steindi og Ágúst bjuggu til þennan karakter,“ segir Sigurður, sem er hæstánægður við samstarfið. „Steindi er snillingur og ég tala nú ekki um Ágúst Bent. Þetta eru alvörugrínarar.“

Bent hefur skrifað grínið með Steinda ásamt því að taka upp og klippa. Þetta breyttist ekki þrátt fyrir að þeir væru að gera auglýsingu fyrir stórfyrirtæki á borð við Sjóvá, en auglýsingarnar voru unnar á svipaðan hátt og það sem félagarnir hafa sent frá sér.

Auglýsingar Sjóvá eru fjórar talsins, en óvíst er hvort við fáum að sjá Bobbann í fleiri atriðum.

Ertu opinn fyrir að túlka hann aftur? „Já, Bobbinn er kominn til að vera,“ segir Sigurður. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.