Handbolti

Guðríður: Lykilmenn misstu kjarkinn

Guðmundur Marinó Ingvarsspn skrifar
Guðríður var ósátt við stelpurnar sínar.
Guðríður var ósátt við stelpurnar sínar. Mynd/Vilhelm

Valur fékk gullið tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna í kvöld þegar Florentina Stanciu fékk að líta rauða spjaldið þremur mínútum fyrir leikslok og leikurinn var jafn.

Þrátt fyrir að Stjarnan hafi misst sinn besta leikmann og besta markvörð N1 deildarinnar á tímabilinu virtist enginn leikmaður Vals þora að taka á skarið, Guðríði Guðjónsdóttur aðstoðarþjálfara Vals til mikilla vonbrigða.

„Já, það er svona. Fólk þorði ekki að skjóta á markið. Þetta eru leikmenn sem hafa spilað mörg hundruð leiki og landsleiki og þær horfa ekki á markið, reyna að troða boltanum á línu. Lykilleikmenn horfa ekki á markið í lokin. Það er fáránlegt að horfa upp þetta. Það þorði engin að axla ábyrgðina og taka á skarið. Það finnst mér grátlegt með alla þessa reynslu.

„Mér fannst við betri en við vorum það greinilega ekki lokin. Það er betra liðið sem vinnur leikina og það er liðið sem ætlar sér það og það er greinilegt að viljinn og trúin var meiri þeirra megin.

„Það var alltaf eitthvað í gangi í sóknarleiknum okkar en þær snéru ekki að markinu. Það skaut enginn og það vantaði. Við erum með hörkuskotmenn en það vantaði karakter eða eitthvað svoleiðis í lokin," sagði vægast sagt ósátt Guðríður Guðjónsdóttir í leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×