Innlent

Tveir húsbrunar í nótt

Gamalt hesthús í Grófinni í Keflavík eyðilagðist í eldi í nótt. Nokkurn reyk lagði yfir bæinn og hringdu margir í lögreglu. Engir hestar voru í húsinu. Slökkviliðið slökkti eldinn og voru nálæg mannvirki ekki í hættu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í húsinu. Það leikur líka grunur á að kveikt hafi verið í mannlausu tvílyftu timburhúsi að Víðinesi í Mosfellsbæ í nótt. Ekki var lengur búið í húsinu og hafði slökkviliðið það til afnota við æfingar. Húsið er nú ónýtt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×