Hæstu bónusgreiðslur í 140 ára sögu Goldman Sachs 21. júní 2009 14:04 Starfsfólk fjárfestingarbankans Goldman Sachs sér fram á að í ár fái það hæstu launabónusgreiðslur í 140 ára sögu bankans. Og það er fjármálakreppan sem gerir þetta að verkum, merkilegt nokk. Í frétt um málið í blaðinu The Guardian segir að starfsfólk Goldman Sachs sé trúlega ekki þeir einu sem fái metbónusa í ár. „Það lítur út fyrir að árið í ár verði það besta í sögunni fyrir fjárfestingabanka, það er þeirra sem komust minnst laskaðir út úr fjármálakreppunni," segir David Williams greinandi hjá Fox Pitt Kelton. Og helsta ástæðan fyrir þessu er fjármálakreppan sjálf. „Þessir bankar eru milliliðirnir á skuldabréfamarkaðinum þar sem ríkisstjórnir og fyrirtæki afla sér milljarða í nýju lánsfé," segir David Williams. „Þar að auki er skortur á samkeppni sem þýðir að þessir bankar geta fengið gífurlegar upphæðir fyrir þjónustu sína." Goldman Sachs er stærsti einstaki aðilinn sem á í viðskiptum með bandarísk ríkisskuldabréf en útgáfa á þeim hefur aldrei verið meiri í sögunni eins og kunnugt er. Bara á þeim markaði er talið að hagnaður bankans sé talinn í hundruðum milljóna dollara. Goldman Sachs leggur fram uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í næstu viku og flestir gera ráð fyrir að bankinn muni sína mikinn hagnað á tímabilinu. Og þess má geta að Goldman Sachs varð fyrir töluverðu höggi í kreppunni á síðasta ári en án þess að fara á hliðina. Og síðan kom ofurfjárfestirinn Warren Buffet til sögunnar í janúar og keypti hlutabréf í bankanum fyrir 5 milljarða dollara. Buffet hefur þegar hagnast um milljarð dollara, eða 128 milljarða kr., á þeirri fjárfestingu. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Starfsfólk fjárfestingarbankans Goldman Sachs sér fram á að í ár fái það hæstu launabónusgreiðslur í 140 ára sögu bankans. Og það er fjármálakreppan sem gerir þetta að verkum, merkilegt nokk. Í frétt um málið í blaðinu The Guardian segir að starfsfólk Goldman Sachs sé trúlega ekki þeir einu sem fái metbónusa í ár. „Það lítur út fyrir að árið í ár verði það besta í sögunni fyrir fjárfestingabanka, það er þeirra sem komust minnst laskaðir út úr fjármálakreppunni," segir David Williams greinandi hjá Fox Pitt Kelton. Og helsta ástæðan fyrir þessu er fjármálakreppan sjálf. „Þessir bankar eru milliliðirnir á skuldabréfamarkaðinum þar sem ríkisstjórnir og fyrirtæki afla sér milljarða í nýju lánsfé," segir David Williams. „Þar að auki er skortur á samkeppni sem þýðir að þessir bankar geta fengið gífurlegar upphæðir fyrir þjónustu sína." Goldman Sachs er stærsti einstaki aðilinn sem á í viðskiptum með bandarísk ríkisskuldabréf en útgáfa á þeim hefur aldrei verið meiri í sögunni eins og kunnugt er. Bara á þeim markaði er talið að hagnaður bankans sé talinn í hundruðum milljóna dollara. Goldman Sachs leggur fram uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í næstu viku og flestir gera ráð fyrir að bankinn muni sína mikinn hagnað á tímabilinu. Og þess má geta að Goldman Sachs varð fyrir töluverðu höggi í kreppunni á síðasta ári en án þess að fara á hliðina. Og síðan kom ofurfjárfestirinn Warren Buffet til sögunnar í janúar og keypti hlutabréf í bankanum fyrir 5 milljarða dollara. Buffet hefur þegar hagnast um milljarð dollara, eða 128 milljarða kr., á þeirri fjárfestingu.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira