Innlent

Forsetinn vill strangari reglur um bankastarfsemi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nauðsynlegt er að setja strangari reglur um bankastarfsemi og við verðum að styrkja stoðir seðlabankanna í reglugerðarverkinu, segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í grein sem birtist á vef Forbes tímaritsins.

Ólafur Ragnar segir jafnframt að snúa verði frá þeirri hugmyndafræði frjálshyggjunnar að þeim mun færri reglur séu settar þeim mun betra. Finna þurfi jafnvægi milli hlutverks hins opinbera og markaðsaflanna í hagkerfinu.

Ólafur Ragnar leggur áherslu á það í greininni að þrátt fyrir hrun íslensku bankanna hafi þeir starfað í samræmi við það reglugerðarverk sem var í gildi í Evrópu. Hann sagði að ef sameiginlegur evrópskur markaður ætti að vera starfandi þá þyrfti jafnframt að hafa evrópskar eftirlitsstofnanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×