Upplýsandi ákvörðun Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2009 06:45 Á morgun kynnir peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvörðun sína um stýrivexti. Ákvörðunin er um margt söguleg. Vöxtum var síðast breytt fyrir mánuði síðan og peningastefnunefndin gaf út þá fyrirætlan sína að vextir yrðu lækkaðir umtalsvert við næstu ákvörðun, sem er á morgun, og í minni skrefum eftir það. Í millitíðinni hafa fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stigið fram og lýst þeirri skoðun sjóðsins að Seðlabankinn sé á rangri leið í vaxtaákvörðunum sínum og að óheppilegt hafi verið af peningastefnunefndinni að lýsa yfir fyrirætlan sinni við næstu ákvörðun, jafnvel þótt slegnir hafi verið einhverjir varnaglar um að þróun hagstærða yrði að verða á þá lund að styddi við ákvörðunina. Skuggabankastjórn Markaðarins fjallar um stýrivaxtaákvörðunina í blaðinu í dag og kveðst óssammála þeim sjónarmiðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett fram um stefnuna í vaxtamálum. Sjóðurinn vill að hægt verði á lækkunarferlinu og kveður hátt vaxtastig nauðsynlegt til þess að styðja við gengi krónunnar. Mat skuggabankastjórnarinnar er hins vegar að hagfræðileg rök sjóðsins haldi ekki vatni í þessum efnum. Verulegur vafi leiki á því að stýrivaxtastigið hafi jafnmikil áhrif á gengi krónunnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill vera láta. Háir vextir stuðli jafnvel líka að veikingu hennar vegna hárra vaxtagreiðslna sem renna kunni úr landi. Ef það er rétt sem skuggabankastjórnin vill meina að sjóðurinn reyni að beita stýrivöxtunum eins og svipu á stjórnvöld, sem dregið hafi lappirnar fram úr hófi við að klára verk sem kveðið er á um í samstarfsamningi ríkisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þá endurspeglast í því margvíslegur áfellisdómur. Í fyrsta lagi yfir stjórnvöldum sem standa sig ekki í að endurskipuleggja ríkisfjármálin og beita sér ekki fyrir því að lokið sé við uppgjör nýju bankanna við þá gömlu (sem átti að vera lokið fyrir þremur mánuðum síðan). Í öðru lagi yfir vinnubrögðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir að tala ekki tæpitungulaust um hvar þeir vilji láta taka hér til hendinni. Að halda hér uppi að þarflausu of háu stýrivaxtastigi sem leggur fyrirtækjum og heimilum byrðar á herðar lýsir í besta falli ábyrgðarleysi og mögulega skilningskorti á því sem hér þarf að gera til að rétta við hagkerfið. Það verður engin uppbygging við hæsta vaxtastig sem þekkist á byggðu bóli. Auðvelt er því að álykta sem svo að sjálfstæði Seðlabankans sé bara í orði, en ekki á borði, fari peningastefnunefnd Seðlabankans eftir vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ákvörðun sinni um stýrivexti á morgun og taki minna skref í ákvörðun sinni en áður hefur verið boðað, eða láti vexti jafnvel standa í stað. Þá er um leið áhyggjuefni að við stjórnvölinn sé fólk sem ekki hafi meiri skilning en svo á þeim viðfangsefnum sem hér er við að eiga að látin sé viðgangast mesta vaxtapíning sem þekkist í heiminum, og það í miðri efnahagskreppu. Tæpast getur talist traustvekjandi efnahagsstjórn að hafa hér vexti skrúfaða upp úr öllu valdi, meðan önnur lönd keppast við að halda þeim lágum í viðleytni til að örva hjá sér efnahagslífið. Fyrirséð er að gjaldeyrishöft verði hér á enn um hríð og líkast til vænlegra til árangurs til að styðja við gengi krónunnar að byggja undir trú á efnahagsstjórnina með trúverðugri framtíðarstefnu í peningamálum. Er þar nærtækast að hefja þegar viðræður við Evrópusambandið og Seðlabanka Evrópu um stuðning við krónuna og byggja þar bæði á aðildarviðræðum og gildandi samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Á þetta benda bæði Ólafur Ísleifsson lektor og Baldur Pétursson aðstoðarframkvæmdastjóri EBRD í blaðinu í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun
Á morgun kynnir peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvörðun sína um stýrivexti. Ákvörðunin er um margt söguleg. Vöxtum var síðast breytt fyrir mánuði síðan og peningastefnunefndin gaf út þá fyrirætlan sína að vextir yrðu lækkaðir umtalsvert við næstu ákvörðun, sem er á morgun, og í minni skrefum eftir það. Í millitíðinni hafa fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stigið fram og lýst þeirri skoðun sjóðsins að Seðlabankinn sé á rangri leið í vaxtaákvörðunum sínum og að óheppilegt hafi verið af peningastefnunefndinni að lýsa yfir fyrirætlan sinni við næstu ákvörðun, jafnvel þótt slegnir hafi verið einhverjir varnaglar um að þróun hagstærða yrði að verða á þá lund að styddi við ákvörðunina. Skuggabankastjórn Markaðarins fjallar um stýrivaxtaákvörðunina í blaðinu í dag og kveðst óssammála þeim sjónarmiðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett fram um stefnuna í vaxtamálum. Sjóðurinn vill að hægt verði á lækkunarferlinu og kveður hátt vaxtastig nauðsynlegt til þess að styðja við gengi krónunnar. Mat skuggabankastjórnarinnar er hins vegar að hagfræðileg rök sjóðsins haldi ekki vatni í þessum efnum. Verulegur vafi leiki á því að stýrivaxtastigið hafi jafnmikil áhrif á gengi krónunnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill vera láta. Háir vextir stuðli jafnvel líka að veikingu hennar vegna hárra vaxtagreiðslna sem renna kunni úr landi. Ef það er rétt sem skuggabankastjórnin vill meina að sjóðurinn reyni að beita stýrivöxtunum eins og svipu á stjórnvöld, sem dregið hafi lappirnar fram úr hófi við að klára verk sem kveðið er á um í samstarfsamningi ríkisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þá endurspeglast í því margvíslegur áfellisdómur. Í fyrsta lagi yfir stjórnvöldum sem standa sig ekki í að endurskipuleggja ríkisfjármálin og beita sér ekki fyrir því að lokið sé við uppgjör nýju bankanna við þá gömlu (sem átti að vera lokið fyrir þremur mánuðum síðan). Í öðru lagi yfir vinnubrögðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir að tala ekki tæpitungulaust um hvar þeir vilji láta taka hér til hendinni. Að halda hér uppi að þarflausu of háu stýrivaxtastigi sem leggur fyrirtækjum og heimilum byrðar á herðar lýsir í besta falli ábyrgðarleysi og mögulega skilningskorti á því sem hér þarf að gera til að rétta við hagkerfið. Það verður engin uppbygging við hæsta vaxtastig sem þekkist á byggðu bóli. Auðvelt er því að álykta sem svo að sjálfstæði Seðlabankans sé bara í orði, en ekki á borði, fari peningastefnunefnd Seðlabankans eftir vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í ákvörðun sinni um stýrivexti á morgun og taki minna skref í ákvörðun sinni en áður hefur verið boðað, eða láti vexti jafnvel standa í stað. Þá er um leið áhyggjuefni að við stjórnvölinn sé fólk sem ekki hafi meiri skilning en svo á þeim viðfangsefnum sem hér er við að eiga að látin sé viðgangast mesta vaxtapíning sem þekkist í heiminum, og það í miðri efnahagskreppu. Tæpast getur talist traustvekjandi efnahagsstjórn að hafa hér vexti skrúfaða upp úr öllu valdi, meðan önnur lönd keppast við að halda þeim lágum í viðleytni til að örva hjá sér efnahagslífið. Fyrirséð er að gjaldeyrishöft verði hér á enn um hríð og líkast til vænlegra til árangurs til að styðja við gengi krónunnar að byggja undir trú á efnahagsstjórnina með trúverðugri framtíðarstefnu í peningamálum. Er þar nærtækast að hefja þegar viðræður við Evrópusambandið og Seðlabanka Evrópu um stuðning við krónuna og byggja þar bæði á aðildarviðræðum og gildandi samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Á þetta benda bæði Ólafur Ísleifsson lektor og Baldur Pétursson aðstoðarframkvæmdastjóri EBRD í blaðinu í dag.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun