Viðskipti erlent

Hollenski stórbankinn ING rekur 7.000 starfsmenn

Hollenski stórbankinn ING ætlar að reka um 7.000 starfsmenn sína í ár og reyna með því að spara um einn milljarð evra eða hátt í 170 milljarða kr..

ING komst í fréttirnar hérlendis eftir að íslenska bankakerfið hrundi. Bankinn yfirtók þá Edge-reikninga Kaupþings og hluta af innistæðureikningum Landsbankans og fékk 600 milljarða kr. greidda frá breskum og hollenskum stjórnvöldum til þessa.

Rekstur ING hefur verið erfiður á síðustu mánuðum eins og raunar hjá flestum fjámálastofnunum heimsins. Hollenska ríkið neyddist til að hlaupa undir bagga hjá bankanum síðasta haust og pumpaði þá 10 milljörðum evra eða nær 1.700 milljörðum kr. inn í bankann.

ING er í hópi 20 stærstu banka heimsins og telur starfslið hans um 130.000 manns á heimsvísu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×