Lewis Hamilton: Hef lært af mistökunum 23. maí 2009 07:44 Hamilton var meðal fremstu manna á æfingum í Mónakó og ekur í tímatökum í hádeginu í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren. Hamilton hefur legiið undir ámæli fyrir ýmislegt á ferli sínum og missti aðeins glansinn þegar hann sagði dómurum ósatt í fyrsta móti ársins. Þá hefur McLaren ekki náð árangri sem skildi, en virðist komið sterkt tilbaka, eins og Ferrari í Mónakó. Liðin tvö voru með góða æfingatíma. "Ég hef lært af mistökum mínum. Ég er ekki fullkominn og ég er ekki póiltíkus. Ég segi stundum ranga hluti í viðtölum og er viss um að það gera allir", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum frá Bretlandi. Hann hefur haldið sig frá þeim í síðustu mótum, en hann var orðinn þreyttur á sögum um sig í fjölmiðlum. "Ég hef reynt að læra og þroskast, en það er erfitt að vera í sviðsljósi öllum stundum. Ég hef þurft að fara í naflaskoðun til að skilja hvað er búið að vera í gangi og sjá heildarmyndina í lífi mínu. Ég er enn stoltur af titilinum sem ég vann í fyrra, en hef þurft að skilja hvernig er að vera ökumaður í íþrótt sem fær hámarksáhorf", sagði Hamilton. Lokaæfingin í Mónakó er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 08.55 og tímatakan kl. 11.45 í beinni útsendingu. Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren. Hamilton hefur legiið undir ámæli fyrir ýmislegt á ferli sínum og missti aðeins glansinn þegar hann sagði dómurum ósatt í fyrsta móti ársins. Þá hefur McLaren ekki náð árangri sem skildi, en virðist komið sterkt tilbaka, eins og Ferrari í Mónakó. Liðin tvö voru með góða æfingatíma. "Ég hef lært af mistökum mínum. Ég er ekki fullkominn og ég er ekki póiltíkus. Ég segi stundum ranga hluti í viðtölum og er viss um að það gera allir", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum frá Bretlandi. Hann hefur haldið sig frá þeim í síðustu mótum, en hann var orðinn þreyttur á sögum um sig í fjölmiðlum. "Ég hef reynt að læra og þroskast, en það er erfitt að vera í sviðsljósi öllum stundum. Ég hef þurft að fara í naflaskoðun til að skilja hvað er búið að vera í gangi og sjá heildarmyndina í lífi mínu. Ég er enn stoltur af titilinum sem ég vann í fyrra, en hef þurft að skilja hvernig er að vera ökumaður í íþrótt sem fær hámarksáhorf", sagði Hamilton. Lokaæfingin í Mónakó er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 08.55 og tímatakan kl. 11.45 í beinni útsendingu.
Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira