Enski boltinn

James: Ég get spilað á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David James í leik með Portsmouth.
David James í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images
David James, markvörður Portsmouth, segir að hann verði búinn að jafna sig á meiðslum sínum áður en HM í Suður-Afríku hefst næsta sumar.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, sagði að hann myndi aðeins taka leikmenn með sér til Suður-Afríku sem væru meiðslafríir.

James var ekki valinn í landsliðshóp Englands sem mætti Brasilíu í vináttulandsleik um liðna helgi.

„Ég hef engar áhyggjur af hnénu mínu og það verður ekki ástæðan fyrir því að ég verð ekki klár í slaginn fyrir HM," sagði James við enska fjölmiðla.

„Ef meiðslin væru alvarleg þyrfti ég að hvíla í einhverjar vikur og þá myndi ég missa af mörgum leikjum með Portsmouth. En ég get spilað í hverri viku."

James sagði að hann var ekki valinn í enska landsliðið í haust vegna þess að hann hefði ekki getað beitt sér á æfingum landsliðsins eins og Capello vildi.

„Hann er með mjög skýra stefnu í þessum málum. Ef maður getur ekki æft fyrir leiki þá mun hann ekki velja mann og er það bara sanngjarnt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×