Enski boltinn

Adebayor: Ég var neyddur til að fara frá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor í leik með Manchester City.
Emmanuel Adebayor í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Emmanuel Adebayor fullyrðir að hann hafi verið þvingaður til að yfirgefa herbúðir Arsenal af Arsene Wenger, knattspyrnustjóra liðsins.

Adebayor var í sumar seldur frá Arsenal til City fyrir 25 milljónir punda og segist hann ánægður með sína ákvörðun.

„Mér líður vel og ég nýt mín mikið inn á vellinum," sagði Adebayor við enska fjölmiðla. „Fólkið hér kemur vel fram við mig en það var ekki tilfellið hjá Arsenal."

„Ég held að ég hefði lítið fengið að spila hefði ég verið áfram hjá Arsenal. Arsene Wenger sagði það ekki beinum orðum en við ræddum þetta mál ítarlega."

„Ég fékk í raun að vita að það væri best fyrir mig að fara frá félaginu þó svo að það hafi ekki verið það sem ég vildi gera þá. Hann sagði að Arsenal og City hefðu náð saman um kaupverð og því væri það best fyrir mig að fara."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×