Hrædd um börnin á leiðinni í bótaviðtöl Stígur Helgason skrifar 17. nóvember 2009 06:00 Varasöm heiði. Gemlufallsheiði liggur milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Hún er malbikuð en þar verður oft hált þegar frýs á vetrum.Mynd / Bæjarins besta Soffía segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa skikkað börn hennar, 18 og 26 ára karlmenn og tvítuga konu, til að mæta vikulega í viðtal til hans til Ísafjarðar eigi þau að halda bótum sínum. Þar að auki hafi þeim verið gert að sækja námskeiðið „Sterkari starfsmaður: Upplýsingatækni og samskipti“ sem ætlað er fólki í atvinnuleit á norðanverðum Vestfjörðum og hefst á föstudag. Námskeiðið er kennt í áttatíu klukkustundir nú fyrir jól og sjötíu eftir jól. Auk þess, að mati Soffíu, sem Gemlufallsheiðin er mjög vafasöm að vetri til segir hún ferðirnar geta tekið heilu og hálfu dagana. Aðeins einn sonur hennar sé á bíl og þegar hann eigi ekki að mæta þurfi hin að taka rútu. Þau þurfi svo að bíða tímunum saman að loknum fundi eftir rútu til baka. „Það hlýtur einhver í Reykjavík að geta stoppað þessa vitleysu,“ segir Soffía, sem telur fulltrúann á Ísafirði ganga afar hart fram gegn börnum hennar og sýna lítinn skilning. Soffía hefur ákveðið að börn hennar muni ekki framar leggja í þennan leiðangur í vetur. „Ég ætla ekki að horfa aftur á eftir þeim út í þessa dauðagildru yfir heiðina,“ segir hún og spyr hvað Vinnumálastofnun mun taka til bragðs ef bani hlýst af ferðalögum sem þessum. Unnur Sverrisdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Vinnumálastofnun, segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál. Hins vegar hafi ungt fólk verið sett í forgang þegar kemur að því að reyna að halda fólki í virkni, enda sýni rannsóknir að sá hópur sé líklegastur til að verða samdauna atvinnuleysinu, ef svo megi segja. Vinnumálastofnun beri skylda til að sinna hópnum vel og halda honum virkum og því sé mikil skylduvirkni teiknuð inn í lög um atvinnuleysistryggingasjóð. „Þegar þú sækir um atvinnuleysisbætur þá ertu að sækja um vinnu í leiðinni og þú ert líka að sækja um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum svokölluðum, og í þeim geta falist viðtöl og námskeið og annað slíkt,“ segir Unnur. stigur@frettabladid.is Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Soffía segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa skikkað börn hennar, 18 og 26 ára karlmenn og tvítuga konu, til að mæta vikulega í viðtal til hans til Ísafjarðar eigi þau að halda bótum sínum. Þar að auki hafi þeim verið gert að sækja námskeiðið „Sterkari starfsmaður: Upplýsingatækni og samskipti“ sem ætlað er fólki í atvinnuleit á norðanverðum Vestfjörðum og hefst á föstudag. Námskeiðið er kennt í áttatíu klukkustundir nú fyrir jól og sjötíu eftir jól. Auk þess, að mati Soffíu, sem Gemlufallsheiðin er mjög vafasöm að vetri til segir hún ferðirnar geta tekið heilu og hálfu dagana. Aðeins einn sonur hennar sé á bíl og þegar hann eigi ekki að mæta þurfi hin að taka rútu. Þau þurfi svo að bíða tímunum saman að loknum fundi eftir rútu til baka. „Það hlýtur einhver í Reykjavík að geta stoppað þessa vitleysu,“ segir Soffía, sem telur fulltrúann á Ísafirði ganga afar hart fram gegn börnum hennar og sýna lítinn skilning. Soffía hefur ákveðið að börn hennar muni ekki framar leggja í þennan leiðangur í vetur. „Ég ætla ekki að horfa aftur á eftir þeim út í þessa dauðagildru yfir heiðina,“ segir hún og spyr hvað Vinnumálastofnun mun taka til bragðs ef bani hlýst af ferðalögum sem þessum. Unnur Sverrisdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Vinnumálastofnun, segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál. Hins vegar hafi ungt fólk verið sett í forgang þegar kemur að því að reyna að halda fólki í virkni, enda sýni rannsóknir að sá hópur sé líklegastur til að verða samdauna atvinnuleysinu, ef svo megi segja. Vinnumálastofnun beri skylda til að sinna hópnum vel og halda honum virkum og því sé mikil skylduvirkni teiknuð inn í lög um atvinnuleysistryggingasjóð. „Þegar þú sækir um atvinnuleysisbætur þá ertu að sækja um vinnu í leiðinni og þú ert líka að sækja um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum svokölluðum, og í þeim geta falist viðtöl og námskeið og annað slíkt,“ segir Unnur. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira