Enski boltinn

Ég hætti ef Torres verður seldur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að hann muni hætta störfum hjá félaginu ef ákveðið verði að selja Fernando Torres til að létta á skuldum félagsins.

Þeir George Gillett og Tom Hicks eru eigendur Liverpool og hafa skuldsett félagið mikið síðan þeir keyptu það.

„Ég er handviss um að það mun aldrei gerast," sagði Benitez við enska fjölmiðla þegar hann var spurður hvort hann teldi líklegt að Torres yrði seldur. „Ef það myndi gerast myndi ég hætta."

Benitez sagði einnig að hann hefði í stórum dráttum gert góð kaup á leikmannamarkaðnum í gegnum tíðina en hann tók við Liverpool fyrir fimm árum síðan.

„Torres, Mascherano, Reina og Alonso. Robbie Keane er góður leikmaður en við urðum að selja hann því hann var ekki að spila eins vel og hann getur."

„Ryan Babel er framtíðarleikmaður og erum við að bíða eftir því að hann bætir sig. Hann þarf að sýna meiri stöðugleika."

„Svo eru það jaðarleikmennirnir. Við þurftum að taka meiri áhættu á leikmönnum sem voru á lausum samningi eða kostuðu 1-2 milljón punda. Sumir þessara leikmanna hafa ekki reynst okkur neitt sérstaklega vel en við vissum að það voru áhættusöm kaup."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×