Enski boltinn

Zaki orðaður við Portsmouth á nýjan leik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Amr Zaki í leik með Wigan.
Amr Zaki í leik með Wigan. Nordic photos/AFP

Framherjinn Amr Zaki, sem gerði það gott í láni hjá Wigan á síðasta keppnistímabili, er nú sterklega orðaður við félagaskipti til Portsmouth þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Zaki var einnig orðaður við Portsmouth í sumar en vegna vandræða í sambandi við yfirtöku á félaginu varð ekkert úr því að egyptski landsliðsframherjinn kæmi aftur til Englands þá.

Zaki leikur nú með Zamalek í Egyptalandi en hefur ekki farið leynt með vilja sinn að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Samkvæmt Daily Mirror eru góðar líkur á því að Zaki komi fljótlega til Portsmouth og æfi með liðinu þangað til gengið verði frá félagaskiptum og hann verði löglegur að spila með liðinu í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×