Forbes: Milljarðamæringar tapa 37.000 milljörðum 1. október 2009 10:11 Forbes tímaritið hefur birt árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina. Fram kemur að þessi hópur hefur tapað samtals 300 milljörðum dollara eða ríflega 37.000 milljörðum kr. á liðnu ári. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 27 árum þar sem ríkidæmi þessa hóps skreppur saman á milli ára. Heildarauður hópsins stendur nú í 1.570 milljörðum dollara en toppsætið á listanum vermir sem fyrr Bill Gates stofnandi Microsoft og eru auðæfi hans metin á 50 milljarða dollara eða 6.200 milljarða kr. Í öðru sæti er Warren Buffett en hann hefur tapað mestum fjárhæðum á árinu af öllum sem eru á listanum. Auður hans er metinn á 40 milljarða dollara sem er 10 milljörðum dollara minna en hann átti fyrir ári síðan. Tapið skýrist að mestu af fallandi gengi hlutabréfa í Berkshire Hathaway fjárfestingarfélagi Buffett. Sem fyrr eru eigendur verslunarkeðjunnar Wal-Mart allir á topp tíu listanum yfir ríkasta fólk Bandaríkjana. Í sætum númer 4 til 7 eru þau Christy, Jim C., Alice og S. Robson Walton en auðæfi þeirra hvert um sig eru á bilinu 19 til 21,5 milljarðar dollara. Lawrence Ellison stofnandi Oracle er þriðji ríkasti Bandaríkjamaðurin og Michael Bloomberg er í áttunda sætinu. Bræðurnir Charles og David Koch eru svo í 9. og 10. sæti listans. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forbes tímaritið hefur birt árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina. Fram kemur að þessi hópur hefur tapað samtals 300 milljörðum dollara eða ríflega 37.000 milljörðum kr. á liðnu ári. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 27 árum þar sem ríkidæmi þessa hóps skreppur saman á milli ára. Heildarauður hópsins stendur nú í 1.570 milljörðum dollara en toppsætið á listanum vermir sem fyrr Bill Gates stofnandi Microsoft og eru auðæfi hans metin á 50 milljarða dollara eða 6.200 milljarða kr. Í öðru sæti er Warren Buffett en hann hefur tapað mestum fjárhæðum á árinu af öllum sem eru á listanum. Auður hans er metinn á 40 milljarða dollara sem er 10 milljörðum dollara minna en hann átti fyrir ári síðan. Tapið skýrist að mestu af fallandi gengi hlutabréfa í Berkshire Hathaway fjárfestingarfélagi Buffett. Sem fyrr eru eigendur verslunarkeðjunnar Wal-Mart allir á topp tíu listanum yfir ríkasta fólk Bandaríkjana. Í sætum númer 4 til 7 eru þau Christy, Jim C., Alice og S. Robson Walton en auðæfi þeirra hvert um sig eru á bilinu 19 til 21,5 milljarðar dollara. Lawrence Ellison stofnandi Oracle er þriðji ríkasti Bandaríkjamaðurin og Michael Bloomberg er í áttunda sætinu. Bræðurnir Charles og David Koch eru svo í 9. og 10. sæti listans.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira