Alonso vill enda ferilinn með Ferrari 1. október 2009 09:11 Fernando Alonso var umvafinn fjölmiðlamönnum útaf samningnum við Ferrari i dag. mynd: Getty Images Fernando Alonso gerði þriggja ára samning við Ferrari og byrjar að keyra með liðinu á næsta ári. Hann kemur í stað Kimi Raikkönen og ekur með Felipe Massa á næsta ári. "Vonandi tekst mér að ljúka ferlinum með Ferrari og með marga sigra í farteskinu. Ég trúi því að Ferrari verði síðasta lið mitt í íþróttinni. Það væri skref afturábak að fara eitthvað annað. Ég vil ljúka ferlinum með Ferrari", sagði Alonso á Suzuka brautinni í Japan í dag. Keppt verður á brautinni um helgina og Alonso ekur með Renault. Ferrari tilkynnti ráðningu hans í gær. "Mig langar að vinna marga titla með Ferrari eins og Schumacher, en það verður ekki auðvelt. Ég mun gefa 100% í hverja keppni eins og alltaf og tel ferli mínum vel borgið hjá Ferrari. Að vinna titla með Ferrari yrði sérstök upplifun", sagði Alonso sem vann tvo titla með Renault. Ítarlega verður fjallað um mál Alonso í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Suzuka Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso gerði þriggja ára samning við Ferrari og byrjar að keyra með liðinu á næsta ári. Hann kemur í stað Kimi Raikkönen og ekur með Felipe Massa á næsta ári. "Vonandi tekst mér að ljúka ferlinum með Ferrari og með marga sigra í farteskinu. Ég trúi því að Ferrari verði síðasta lið mitt í íþróttinni. Það væri skref afturábak að fara eitthvað annað. Ég vil ljúka ferlinum með Ferrari", sagði Alonso á Suzuka brautinni í Japan í dag. Keppt verður á brautinni um helgina og Alonso ekur með Renault. Ferrari tilkynnti ráðningu hans í gær. "Mig langar að vinna marga titla með Ferrari eins og Schumacher, en það verður ekki auðvelt. Ég mun gefa 100% í hverja keppni eins og alltaf og tel ferli mínum vel borgið hjá Ferrari. Að vinna titla með Ferrari yrði sérstök upplifun", sagði Alonso sem vann tvo titla með Renault. Ítarlega verður fjallað um mál Alonso í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Suzuka
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira