Innlent

Línur skýrast í Norðausturkjördæmi

Frá Akureyri í Norðausturkjördæmi.
Frá Akureyri í Norðausturkjördæmi.
Kosið verður um átta efstu sæti á lista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi í dag. Kosning fer fram á kjördæmisþingi flokksins á Egilsstöðum en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson og Birkir J. Jónsson keppa um fyrsta sætið. Úrslit ættu að liggja fyrir í kvöld.

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi eiga liggja fyrir í dag en þar sækist Kristján Þór Júlíusson einn um að leiða listann. Þrír keppa hins vegar um annað sætið: Arnbjörg Sveinsdóttir, Soffía Lárusdóttir og Tryggvi Þór Herbertsson.

Birkir Jón og Höskuldur takast um oddvitasætið í dag.
Framboðlisti Samfylkingarinnar í kjördæminu var samþykktur á kjördæmaþingi í gær. Kristján Möller leiðir listann, Sigmundur Ernir skipar annað sætið og Jónína Rós Guðmundsdóttir það þriðja.

Steingrímur J. Sigfússon mun leiða Vinstri græna í kjördæminu. Þurríður Backman skipar annað sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×