Viðskipti erlent

Atvinnuleysi innan ESB ekki meira í yfir áratug

Atvinnuleysi á evrusvæðinu innan ESB jókst úr 9,5% og í 9,6% í ágúst samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu sambandsins. Hefur atvinnuleysi ekki verið meira á svæðinu í yfir áratug.

 

Þessi aukning á atvinnuleysinu var í takt við væntingar sérfræðinga. Hópur þeirra sem Bloomberg fréttaveitan bað um að spá fyrir um atvinnuleysið höfðu allir nefnt tölu á bilinu 9,5% til 9,6%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×